17.1.2008 | 13:12
Komin á launaskrá í Danmörku
Ég byrjaði í vinnu hér í Danmörku í gær.... að bera út póst. Útburðurinn tók nú slatta tíma í gær, enda þurfti að leita upp póstkassa í mörgum húsum eins og gengur í fyrsta sinn. Jón Ingi var með mér og við vorum bara þokkalega sátt við okkur sjálf að útburði loknum. En í dag fékk ég svo símtal frá útburðarfyrirtækinu.... tveir búnir að kvarta undan mér, fengu ekki póstinn sinn í gær.... hver kvartar yfir að fá ekki ruslpóst??? En konan í útburðarfyrirtækinu var mjög vingjarnleg við mig og sagði þetta fáar kvartanir í fyrsta sinn... vonandi koma ekki fleiri, heh
En að öðru...
Ég hef nefnt það "lítillega" að hér á heimilinu sé lítill íþróttaálfur. Þessi litli íþróttaálfur minn er þokkalega sáttur við lífið núna. Við fórum í REMA 1000 að versla aðeins í dag. Litli íþróttaálfurinn var ekki lengi að sjá að REMA er farin að selja bæði Lazytown brauðbollur og Lazytown rúgbrauð. Hann situr nú hér hjá mér og er að borða sína aðra brauðsneið, alsæll:) Það er alveg ótrúlegt hvað þessi markaðssetning er öflug, þeir ná að gera hlutina mest spennandi fyrir börnin, og þau gætu svo sannarlega haft verri áhugamál:)
En ciao
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Úr Hólabergi í póstinn...einmitt öfugt við mig:) Ég mundi nú annars ekkert hafa áhyggjur af svona kvörtunum, það fá allir bréfberar slatta af kvörtunum og það er oft eitthvað bull eða fólkinu sjálfu að kenna sem hefur ekki merkt húsið sitt almennilega. Síðan styttist útburðartúrinn um svona helming þegar maður er farinn að læra á hverfið...gaman að þessu:)
Tómas Ingi Adolfsson, 17.1.2008 kl. 16:08
til lukku með fyrsta daginn !!! þið eigið eftir að njóta þessara göngutúra næstu mánuðina.
Rebbý, 17.1.2008 kl. 18:42
Til lukku með þetta. Þetta kemst fljótlega upp í vana og gott að fá borgað fyrir að hreyfa sig en ekki öfugt. Færð vonandi frí í apríl.
Freydis (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 22:58
Fínt að þið eigið góða daaga í Danaveldi, Kolla mín, en þú mátt vita það að hér er þín líka saknað, bæði pjakkar og aðstandendur.....
Halla Jökulsd..... amma Sigtryggs og Kristjáns (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 10:04
Til hamingju með afmælin Emil og Jón Ingi (sem er alveg að verða unglingu;)).
Já, ég tek undir með öllum, hræðilegt að missa af þessu boði. Frábær kaka stelpur.
Heyrumst fljótlega Kolla mín.
Kveðja Særún
Særún Sigurjónsd (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.