13.1.2008 | 20:13
Afmæli í útlöndum
Jæja, þá er fyrsta afmælisveislan búin, fyrsta afmælisveislan þar sem við höfum ekki fjölskyldu og vini með okkur til að samgleðjast með okkur. Emil er 4ja ára á þriðjudaginn næsta og hélt upp á daginn í dag með Hermanni vini sínum sem verður 3ja ára sama dag. Það er skrýtið að halda upp á daginn með öðru fólki en við höfum alltaf gert... samt er yndislegt fólk sem samgladdist með okkur í dag til að það verði nú ekki misskilið en við söknuðum fjölskyldunnar okkar, allar ömmurnar og afarnir, frænkurnar og frændurnir... Emil saknaði sérstaklega Magnúsar frænda síns... við söknuðum Gunnu, Óskars og Erlu Bjargar, Særúnar, Bjössa, Aniku og Antons, Ellu, Óskars og stelpnanna þeirra og allra sem okkur þykir svo óendanlega vænt um á Íslandinu. Á sama tíma erum við líka mjög þakklát fyrir allt það fólk sem við höfum kynnst hér í Danmörku og var með okkur í dag.
Þema afmælissins hjá Emil og Hermanni var McQueen... enda báðir miklir áhugamenn um þá bíla. Við Berta gerðum afmæliskökuna sjálfar og erum rosa stoltar af henni:) Emil fékk margar góðar gjafir í dag.... það sem stendur upp úr hjá honum er Spiderman búningurinn sem Viðar gaf honum og McQueen tölvuspilið sem Hermann gaf honum. En hann fékk líka legókubba, playmódót, spiderman dótahirslu og spiderman sundpoka, Turtles kall og Fólksvagen bíl...við þökkum kærlega fyrir okkur kæru vinir:) Emil er alveg í skýjunum yfir deginum - enda var hann mjög góður (bæði sko dagurinn og Emil sjálfur hehe).
Hermann og Emil hjá afmæliskökunni sinni
Ég setti FULLT af nýjum myndum inn í nýtt albúm....
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið var gaman að eyða þessum degi með ykkur
. Takk fyrir mig. Ég verð sennilega södd vel fram í næstu viku...enda þvílíkir snillingar í eldhúsinu þarna á ferð!
Kristbjörg Þórisdóttir, 13.1.2008 kl. 21:24
flott kaka hjá ykkur - til lukku með guttann
Rebbý, 13.1.2008 kl. 22:23
Glæsilegt afmælisveisla. Þið eruð snillingar. Ég er sko búinn að fitna um mörg kíló bara við að horfa á kökurnar..hehe. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 13.1.2008 kl. 23:34
Erla
Erla (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 20:11
Síðbúnar afmælisveislur, já það fækkaði um eina afmælisveislu nú í janúar, en við hugsum hlýlega til ykkar og sendum okkar bestu kveðjur, kíki alltaf reglulega hér inn. Kveðja úr Laxakvíslinni.
Ella (IP-tala skráð) 16.1.2008 kl. 09:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.