Búin að fá vinnu!!!

Haldið þið að frúin sé ekki bara búin að fá vinnu.  Ég sendi fyrir forvitnissakir fyrirspurn á dreyfingarfyrirtæki hér í Horsens, fyrirtæki sem sér um dreyfingu á ruslpósti tvisvar í viku.  Það var hringt í mig í dag og ég ætla að taka þennan ruslpóstaútburð tvisvar í viku... prófa það.  Það er nú samt ansi mikill munur á því að koma úr starfi forstöðumanns og fara í það að bera út blöð en common, ég kom hingað til að prófa nýja hluti.  Ég get ekki bara verið heima alla daga, ég verð að gera eitthvað.  Þannig að ég reikna með að byrja á föstudag og strákarnir ætla að vera með mér í þessu:) 

Prófverkefni Hlyns er tvíþætt.  Fyrri helmingnum lauk í dag loksins eftir mikla vinnutörn.  Við ákváðum að gera okkur glaðan dag fjölskyldan og brunuðum til Árósa til að fara á Pizza Hut.  Það eru nokkrir pizzustaðir hér í Horsens, en okkur finnst þeir mjög óspennandi og höfum því ekki fengið okkur svona veitingarhúsapizzu síðan við fluttum hingað.  Pizza Hut í Árósum er svo sannarlega þess virði að keyra eftir.  Emil minn var svo krúttlegur á leiðinni til Árósa.  Hann tengir Árósar við Kiddu og talaði mikið um hana á leiðinni.... Kidda SÆTA mín sagði hann og ekki laust við að hann færi aðeins hjá sér.  

Pizza Hut í Árósum

 

 

 

 

 

 

 

 

Við skemmtum okkur mjög vel í Árósum í dag, frábær matur sem við fengum og allir glaðir.  Gleðin var meira að segja of mikil - það var hreinlega hlegið í bílnum alla leiðina til Horsens aftur.  Veit ekki hvort að það var eitthvað í matnum eða hvort við foreldrarnir séum bara svona óendanlega skemmtilegir... eins og einhver þurfi að efast um það.

og hann hló og hann hló

 

 

 Emil skellihlæjandi

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er alveg nauðsynlegt að gera eitthvað svona saman fjölskyldan.... ég held að við séum öll endurnærð... allavega líkamlega múhaha

Kveð í kvöld - fullt af nýjum myndum í albúmi

KOlbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Til hamingju með nýju vinnuna.  Fínt að fá borgað fyrir að hreyfa sig í leiðinni líka.  Vonandi bara að þetta sé þokkalega vel borgað. 

Helga Jónsdóttir, 9.1.2008 kl. 19:29

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Æðislegt hjá þér. Ég var að bera út póst í tæp 2 ár. Mjög ljúft. Vona að þú fáir hærri laun en ég. Það væri gaman að aðstoða þig í þessu þegar ég kem. Gangi þér rosalega vel. Ég er stoltur af þér. MMMMMMMM, mig langar á Pizza-hut. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.1.2008 kl. 23:26

3 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Til lykke með vinnuna Kolla mín ;)

Kristbjörg Þórisdóttir, 10.1.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband