8.1.2008 | 21:13
Nýtt barn á heimilið
Nei, ég er ekki ólétt....... það stendur ekki til. Ég á þrjú heilbrigð börn og er óendanlega þakklát fyrir það.
En yngsti sonur er komin með viðhengi sem hann vill að við komum fram við eins og barn. Það er sjálfur íþróttaálfurinn, stór íþróttaálfadúkka sem við keyptum í Kmart í fyrra og gáfum honum í jólagjöf. Þessi dúkka fær að fylgja honum allt og þá meina ég allt sem hann fer. Hann á sæti við matarborðið og fær að sjálfsögðu disk og glas, hann fer með í allar bílferðir og fær að sjálfsögðu öryggisbelti, hann fer alltaf með á leikskólann, hann fékk að fara með að skjóta upp flugeldum í kvöld og var sorg yfir því að við ættum ekki öryggisgleraugu fyrir hann, hann situr í sófanum og horfir á Emil spila tölvuleiki og hann sefur alltaf með Emil í rúminu á kvöldin. Ef Emil vaknar á nóttunni man hann líka alltaf eftir því að færa íþróttaálfinn yfir í okkar rúm með sér. Emil kallar íþróttaálfinn STÚF og talar við hann eins og hann sé barnið hans. Það verður alltaf að kyssa íþróttaálfinn góða nótt, fyrst pabbi og svo Emil. Um daginn gleymdi Emil íþróttaálfinum heima hjá Hermanni og kallaði á hann hér um allt hús áður en hann fór að sofa.....held nú samt að hann hafi ekki vonast eftir svari... en allavega var íþróttaálfurinn sóttur til Hermanns.
Ástfóstur Emils á íþróttaálfinum jókst til mikilla muna þegar við fluttum til Danmerkur. Það er eins og íþróttaálfurinn sé öryggisventillinn hans í daglegu lífi. Ef maður sér Emil er næsta víst að íþróttaálfurinn er ekki langt undan.
Það má því segja að við séum komin með nýtt barn á heimilið sem þarf að hugsa um allan daginn, gefa að borða, bursta tennurnar í og svæfa. Þetta er bara sætt.
Hér er íþróttaálfurinn á gamlárskvöld að geyma stjörnuljósin fyrir Emil. Fór að sjálfsögðu með út að sprengja þá líka.
Er annars í litlu bloggstuði í kvöld... það er svo mikið að gera á msn.
En allt gekk vel í dag með Emil á leikskólanum, hann fór sáttur inn á leikskólann með Hermanni vini sínum, kvaddi með kossi og var í leikskólanum í næstum fjórar klst. Gæti ekki verið betra.
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halló allt gott frá kanarí Mamma pabbi
mamma pabbi (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 16:54
Hehe, fyrsta sem mér datt í hug. Kolla ólétt!! Er ekki gaman að eiga svona gúmí baby
. Gott að Emil er orðinn hress. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 9.1.2008 kl. 18:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.