Sjónvarpið í Danmörku

Þegar við borgum leiguna okkar hér í Mosanum, þá borgum við í leiðinni fyrir aðgang að kapalsjónvarpi.  Í þessu kapalsjónvarpi eru einhverjar ríflega 30 sjónvarpsstöðvar.  Við höfum nú alls ekki horft mikið á sjónvarp hérna í Danmörku, eiginlega bara alveg hrikalega lítið en strákarnir okkar hafa horft þó nokkuð mikið á Cartoon Network.  Á þeirri sjónvarpsstöð hafa verið þeirra uppáhalds teiknimyndaþættir, þættirnir um Mr. Bean og svo um Skjaldbökurnar. 

Um hver áramót er haldin kostning í Danmörku um það hvaða sjónvarpsstöðvar verði í kapalkerfinu á næsta ári.  Ég veit ekki nákvæmlega hvernig þessi kosning fer fram og hverjir fá að kjósa en við allavega létum sjónvarpið okkar leita upp á nýtt af stöðvum nú um áramót, spennt að sjá hvað væri nýtt og hvað myndi detta út um þessi áramót.  Við sáum fljótlega að við fengum inn tvær nýjar stöðvar, það er Mtv og Animal Planet og bara sátt með það.  En við tókum líka eftir því að Cartoon Network var dottið út og verður ekki á kapalkerfinu árið 2008.  Þvílík vonbrigði, aldrei hefði manni dottið í hug að svoleiðis sjónvarpsstöð myndi verða kosin út.  Mestu vonbrigðin fyrir okkur er að þetta er næstum eina sjónvarpsstöðin sem hefur verið notuð á heimilinu. 

Ætli við fjölskyldan þurfum kannski bara að fara að tala saman?

cartoon

 

 

 

 

 

 

 

Out

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Pottþétt að gamla fólkið á elliheimilum hafi BARA kosið! Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 6.1.2008 kl. 23:27

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Þrátt fyrir missinn af Caroon network þá kom önnur inn í staðinn sem er ekki síðri, hún heitir Nickelodeon:)

Sem betur fer voru fleiri "ungir" sem kusu núna um áramótin því annars hefði ekki MTV komið inn aftur eftir af hafa verið kosið út í fyrra:) Svo er líka einhver "konustöð" komin aftur inn sem var líka kosin út í fyrra þannig að það er nóg sjónvarpsefni fyrir okkur Kolla mín, hehe:)

Berta María Hreinsdóttir, 7.1.2008 kl. 10:12

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég hefði nú heldur viljað halda cartoon inni og sleppa þessari Nickelodeon.  Strákarnir hafa engan áhuga á henni og vilja bara sinn Mr. Bean

Kolbrún Jónsdóttir, 7.1.2008 kl. 10:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband