Fyrsti snjórinn

Fyrsti snjórinn lét sjá sig í Horsens í dag.  Reyndar er það ekki snjór eins og við sem erum sannir Íslendingar þekkjum, heldur bara svona föl heldur:)   Það stoppaði þó ekki Hafstein í því að drýfa sig út með hálsbólguna sína til að búa til snjókall.  Snjórinn er það sem hann saknar mest frá Íslandi og hefur hann margoft talað um að hann langi að skreppa til Íslands, bara til að búa til eins og einn snjókall. 

hér er afraksturinn

 

 

 

 

 

 

 

 

Þrátt fyrir smá ofankomu í dag, þá brugðum við Berta undir okkur betri fætinum í morgun og skruppum bara tvær saman til Árósa.  Við kíktum í búðir í Árósum, eyddum samt ekki neitt voða miklu sko.... og fórum svo í hádegismat til Kiddu.  Hún bauð okkur upp á "Vetrarsúpu", alveg svakalega góð kjúklingasúpa með grænmeti og kartöflum og karrýkeim.   Í eftirmat fengum við okkur svo svissneskt súkkulaði fondú með fullt af ávöxtum, slurp..... og ekki má gleyma nóa konfektinu.  Það er alveg sérstaklega gaman að fara í svona heimsóknir barnlaus:)   og geta alveg gleymt stað og stund og naut ég þess í dag.  Ég meira að segja naut svo líðandi stundar að ég gleymdi tímanum og kom heim klukkutíma of seint til að hleypa Hlyni í lærdóminn fyrir prófið hans.  En eins og Hlyni mínum er von og vísa, þá sagði hann ekki eitt aukatekið orð yfir því, bara brosti:)  Kærar þakkir fyrir mig Kidda

Súkkulaði Fondú hjá Kiddu

Frábær dagur í dag

 

Fleiri myndir í albúmi

 

Kolbrún out 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Verði þér að góðu Kolla mín!

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.1.2008 kl. 20:42

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

SKÁL Í BOTN!! Mig langar bara að koma til ykkar núna sko...þegar maður sér mynd af svona góðgæti. Hafið það gott. koss knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 5.1.2008 kl. 21:42

3 identicon

Fyrsti snjórinn hér á landi kom nú eiginlega bara um jólin og fór strax aftur, það hefur nánast verið rigning síðan þið fóruð út, svo Hafsteinn mundi ekki græða mikið á því að skreppa hingað

Adda (IP-tala skráð) 6.1.2008 kl. 01:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband