Rútínan tekin við

Þá eru jólin búin og rútínan tekin við aftur.  Hlynur er byrjaður aftur í vinnunni og í skólanum og undirbýr sig nú fyrir lokapróf áður en að hann fer í praktík.  Hann var svo sérlega heppinn með praktíkstað, verður bara hér í göngufæri við heimilið okkar.  Skólinn hjá strákunum er líka byrjaður aftur eftir jólafríið en Hafsteinn hefur ekki enn farið í skólann vegna veikinda.  Emil er svo auðvitað enn að berjast við hlaupabóluna en hún er nú sem betur fer í rénum.

Það er margt spennandi framundan hjá okkur.  Við erum nú að skipuleggja ferðina okkar til London, Hlynur er að fara til Íslands í nokkra daga, það er verið að skipuleggja Bandaríkjaferð í vor og svo eru það afmælin sem eru framundan.  Bæði Emil og Jón Ingi eiga afmæli núna í janúar.  Þá erum við líka aðeins farin að ræða sumarið.  Hlynur verður í fullri vinnu á sjónstöðinni í sumar en við ætlum þó að reyna að taka okkur nokkurra daga frí saman og fara til Parísar og leyfa strákunum að upplifa Disney land.  Það verður bara gaman:)   Við eigum líka von á gestum í sumar.  Fullt af skipulagningu í kringum það og við hlökkum til að eyða sumrinu hér í Danmörku með vinum og fjölskyldu.  Gott væri samt að fá að vita það fljótlega hverær hver og einn ætlar sér að koma til að við getum skipulagt okkur aðeins meira og ekkert stangist á, við búum jú ekki í mjög stóru húsnæði:)

Í byrjun árs hef ég aðeins verið að taka sjálfan mig í naflaskoðun og íhuga fyrir hvað ég stend sem manneskja.  Það er skrýtið að koma inn í nýjan heim hér í Horsens þar sem engin þekkir mína fortíð og engin þekkir fyrir hvað ég hef staðið á Íslandinu.   Niðurstaða mín er sú að ég veit sjálf nákvæmlega fyrir hvað ég stend, ég þekki mín mörk og fer eftir þeim og hlusta á þau.    Og í svona þankagangi leitar hugurinn aðeins heim til Íslands, heim í öryggið þar sem ég veit að ég á stóran vinahóp, góða vinnu og góða fjölskyldu.  Fólkið mitt heima á Íslandi veit fyrir hvað ég stend og ég er afskaplega þakklát fyrir allt það góða fólk sem ég veit að bíður eftir okkur heima á Íslandi.  Þokkalega væminn pistill en það eru bara svo margir hlutir sem hafa fangað hugann í byrjun nýs árs.

Bið að heilsa heim

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gleðilegt ár og takk fyrir gömlu.  Þú stendur þig frábærlega eins og alltaf láttu engan segja þér annað.    KV Erla.

Erla (IP-tala skráð) 4.1.2008 kl. 12:03

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ, ekkert smá mikið á döfunni hjá ykkur. Enda bara gaman að hafa eitthvað til að hlakka til. Strákar góðan bata og vonandi náið þið ykkur fljótt upp úr veikindum. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 4.1.2008 kl. 16:29

3 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

það er aldeilis að verið er að plana Kolla mín

Já, það hlýtur að vera athyglisvert að byrja upp á nýtt með ''hreinan skjöld''. Þú gætir í rauninni valið þér hlutverk. Ákveðið að vera einhver allt önnur. Eða hvað?

Jóna Á. Gísladóttir, 5.1.2008 kl. 12:50

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Gæti ekki verið meira sammála þér Kolla. Það er hollt að skoða sjálfan sig öðru hverju og hollt að vera í nýju umhverfi án öryggisnets. Takk innilega fyrir komuna í súpuna, alltaf jafn gaman að fá ykkur skvísurnar. Knús.

Kristbjörg Þórisdóttir, 5.1.2008 kl. 16:31

5 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sæl, er að rísa upp úr bælinu eftir veikindi. Gleðilegt ár.

Þetta sem þú segir er svo alveg rétt með að koma inn á nýjum forsendum, en það fannst mér svo frábært í Kanada, tækifærið til að endurskilgreina og endurskapa sig algerlega á eigin forsendum.

Ingi Geir Hreinsson, 7.1.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband