Gleðilegt nýtt ár!!

Við fjölskyldan í Horsens óskum öllum sem við þekkjum gleðilegs nýs ár og þökkum fyrir gamla árið.  Árið sem kvaddi um miðnættið er sennilega það viðburðarríkasta í okkar lífi, ár mikilla breytinga.  Ég held að það verði varla toppað.  En við heilsum nú nýju ári með gleði og hlökkum til alls þess sem nýtt ár ber í skauti sér. 

Gamlárskvöldið okkar var þokkalega öðruvísi en við höfum átt að venjast.  Við höfum nær alltaf verið í fjölskylduveislu í Trönuhólunum hjá mömmu og pabba.  Þar hefur stórfjölskyldan eytt áramótunum saman og sprent flugelda í kapp við nágrannana.  Gamlárskvöldið okkar í gær var rólegt en ljúft.  Eftir matinn fórum við út með strákunum að sprengja en mikil eftirvænting var hjá þeim.  Við leyfðum Emil að fara út með stjörnuljós þrátt fyrir hlaupabóluna, það er ekki hægt að missa af þessu.  

:)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég skrapp svo með stóru strákana á brennuna hér í Mosanum.  Emil fór að sofa... í fyrsta sinn sem hann fær ekki að vaka í gengum áramót, en hann hafði bara ekki úthald í þetta vegna hita og vanlíðunar.  Brennan var flott og við hittum fullt af okkar fólki þar.... frekar fyndin uppákoma þegar við vorum að fara heim aftur.  Þá voru mættir slökkvibíll, sjúkrabíll og löggubílar.  Greinilegt að einhver hafi tilkynnt um stórbruna í mosanum...

Kvöldinu eyddum við svo fyrir framan tölvuna.. horft var á fréttaannálana og Áramótaskaup sjónvarpsins.  Okkur fannst skaupið bara alveg ágætt:)  

Auðvitað vöktum við til að fagna áramótunum hér í Danmörku en við biðum líka áramóta á Íslandi og töluðum lengi við fjölskyldur okkar um miðnætti.  Ohhhh hvað mig langaði að vera í Trönuhólunum í gærkvöldi þegar ég talaði við fólkið mitt:(

Ég setti inn nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm, áramótamyndir

God nyt ar

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt nýtt ár kæra Horsens fjölskylda og takk fyrir það gamla .

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 17:27

2 identicon

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla :)

Aumingja Emil að missa af brennunni vegna hlaupabólu..

Við erum að láta stjana við okkur á Íslandinu góða og eru allir með kökk í hálsinum yfir því að þurfa að kveðja eftir nokkra daga...

En við sjáumst hress og kát á sunnudag :)

Bestu kveðjur

Rakel Linda og strákarnir 

Rakel Linda (IP-tala skráð) 1.1.2008 kl. 21:00

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir það gamla. Aumingja Emil litli, Góðan bata félagi. Hlakka til að sjá ykkur í febrúar.

Guðmundur Þór Jónsson, 1.1.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband