28.12.2007 | 12:30
Jólakveðjurnar
Jólakortin til okkar fjölskyldunnar eru enn að streyma í póstkassann. Mest kom auðvitað fyrir jólin en nokkur síðbúin hafa verið í kassanum okkar í gær og í dag. Jólakortin og lestur þeirra er alveg heilug stund á heimilinu hjá okkur og erum við mjög þakklát fyrir allar kveðjurnar sem við fengum í ár. Við vitum hverjir muna eftir okkur og það er góð tilfinning þegar maður er langt frá allt og öllum. Sérstaklega finnst mér gaman að fá persónuleg jólakort, og það sem hefur verið að færast í vöxt - jólabréf. Við fengum allavega þrjú löng jólabréf um þessi jól og finnst mér það mjög skemmtileg bréf. Margir sem sendu okkur jólakort minntust á bloggið mitt og sögðu að hér kæmu þeir oft við... nú er ég að nálgast 100.000 gesti og því gefa svoa kveðjur mér innblástur til að halda áfram að halda úti bloggi.
Ég hef líka fengið góðar jólakveðjur hér á blogginu mínu og þakka ég fyrir þær. Mér er það sérstaklega dýrmætt þegar aðstandendur barnanna minna í Hólabergi senda kveðjur, ég finn þá fyrir því að ég var að gera eitthvað rétt í vinnunni - vinnunni sem ég sakna mest í heimi. Ég fékk líka góða jólakveðju frá SSR, mínum fyrri vinnustað. Mér var sendur kaffipakki sem var sérmerktur SSR, mín hugmynd frá upphafi og fannst mér frábært að fá pakkann heim að dyrum og sjá að þetta varð að veruleika. Þið eruð best hjá SSR
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hey pant vera númer 100 þúsund
. Þið eruð ekkert smá vinsæl sko, eruð enn að fá jólakort. Auðvitað er SSR best. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.12.2007 kl. 17:47
Gleðilega jólarest, elsku Kolla og fjölskylda! Gott að pakkinn komst til skila. Njóttu sopans!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.12.2007 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.