27.12.2007 | 19:46
Síðustu dagar
Það hefur ekki verið nein lognmolla í kringum okkur síðustu tvo daga. Á annan dag jóla skelltum við okkur á jólaball hjá Íslendingafélaginu. Emil og Steini fóru með okkur hjónum og skemmtu báðir sér vel. Dansað var í kringum jólatréð, boðið upp á glæsilegt kökuhlaðborð (allir komu með eitthvað með sér) og svo auðvitað kom jólasveinninn og gaf krökkunum nammipoka. Hafsteinn hitti Emma vin sinn á jólaballinu og sáum við þá félaga ekki mikið... hafa greinilega haft nóg til að tala um.
Þegar við komum heim af jólaballinu fengum við góðan gest frá Íslandinu góða. Dofri kom hér við og gisti hjá okkur í nótt. Kvöldinu var eytt við mat og drykk og kjaftað langt fram á nótt (hmmm nema ég sé svona mikið kvöldsvæf). Frábært að fá Dofra í heimsókn og Emil hefur spurt um hann reglulega í dag, hvar hann sé og hvort hann komi aftur:)
Deginum í dag eyddum við öllum í Þýskalandi. Við fórum í risa matvöruverslun sem heitir Citti Park og þvílíkt úrval af matvöru á einum stað hef ég aldrei á æfi minni sér. Þetta var bara eins og að komast í paradís og ég á örugglega eftir að fara þangað aftur og gramsa aðeins meira... Hlynur keyrði svo okkur Emil og Steina í leikland í Flensburg á meðan hann fyllti bílinn á Grensunni. Og þvílíkt sem hann Emil minn skemmti sér í leiklandinu... vill sko fara aftur á morgun. Þannig að frábær dagur í dag í Þýskalandi:)
Tengdamamma mín á afmæli í dag, 27. desember. Tengdamamma mín er alveg yndisleg kona og einn besti kokkur sem ég þekki. Óska ég henni innilega til hamingju með daginn. Við hefðum alveg viljað eyða kvöldinu í Mosfellsbænum með henni......
En það eru fullt af nýjum myndum í nýju albúmi
Njótið
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 79
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegar myndir. Kolla, þú ættir að fá gullpálmann fyrir að taka myndir...þú ert óðasta á takkanum sem ég þekki
. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 27.12.2007 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.