Skild það vera hjólajól

Gleðilega hátíð kæru vinir...

Þá er aðfangadagurinn liðinn.  Aðfangadagur er held ég sá allra erfiðasti dagur ársins fyrir börnin mín, þvílíkar tilfinningar, spenna og eftirvænting.  Við tókum danska tímann á þetta og borðuðum kl 18:00.  Við höfðum íhugað að borða kl 19:00 til að fylgja samlöndum okkar en því miður sáum við að það yrði ekki auðvelt að fresta jólunum um þennan klukkutíma.   Íslenski lambahamborgarhryggurinn bragðaðist afar vel... miðsonur fór þó ekki saddur frá borði þar sem magaspennuverkur gerði vart við sig.   Já, það er erfitt að vera 10 ára.  Ég held að það sé óhætt að segja að allir hafi unað hag sínum vel í gærkvöldi og allir sáttir með sínar jólagjafir.  Við þökkum kærlega fyrir okkur. 

Bræður að bíða eftir jólunum

 

 

 

 

 

 

 

 

Átveislan byrjaði svo aftur í dag... enda höfðum við heila nótt til að safna kröftum til að halda áfram þar sem frá var horfið í gær.  Hangikjöt, kartöflur og uppstúf með laufabrauði, flatkökum og baunasalati og meira meðlæti var borðað hér í kvöld við mikinn fögnuð.  Miðsonur tók hressilega á því í matartímanum í kvöld, enda hangikjöt hans uppáhaldsmatur og spennumagaverkurinn farin veg veraldar.

Helga systir mín á afmæli í dag, jóladag.  Við fjölskyldan óskum henni innilega til hamingju með afmælið.... njótið kvöldins með fjölskyldunni... söknum ykkar fullt á þessum tíma og vildum að við værum í afmælismatnum hjá þér í kvöld:)

En á morgun fáum við gest frá Íslandi.   Hann Dofri ætlar að koma til okkar á morgun og gista allavega eina nótt.  Mikið hlökkum við til að fá hann í heimsókn til okkar, enda góður vinur okkar allra.  Nú svo er stefnt á jólaball hjá Íslendingafélaginu á morgun líka, þannig að okkur ætti ekki að leiðast.  

Njótið þess að vera saman um hátíðirnar

Kolbrún

 

Fleiri myndir í albúmi:) 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Gleðileg jól öllsömul og hafið það gott yfir hátíðarnar.

Ingi Geir Hreinsson, 25.12.2007 kl. 19:24

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Gleðileg jól og takk kærlega fyrir bangsa-kortið, ég fílaði það í tætlur sko. Glæsilegar myndir af strákunum eins og alltaf. Til hamingju með systir þína. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.12.2007 kl. 16:30

3 Smámynd: Rebbý

Gleðilega hátíð elsku fjölskylda, skil vel að þið saknið þess að vera ekki á klakanum á þessum hátíðisdögum.
Til lukku með Helgu líka

Rebbý, 26.12.2007 kl. 21:35

4 identicon

Hæ Kolla, gleðileg jól og gott að lesa að allt hafi gengið vel hjá ykkur.  Ég er búin að reyna ná í þig í síma en ekkert gengur.....hvernig á ég að hringja ??

Bestu kveðjur,

Guðrún Hilmarsd. 

Guðrún Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 11:04

5 Smámynd: .

Gleðileg jól, Kolla og þökk fyrir góð kynni á síðustu árum. Meira að segja ég sakna þín úr Hólabergi....... hvað þá ömmustrákarnir mínir.

., 27.12.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband