Stóri bróðir

Ég hef "lítillega" minnst á það að hér sé oft kjúklingur á borðum.  Í fyrradag var ég að elda kjúkling sem aldrei fyrr og Hlynur var að tala við pabba sinn í símann.  Ég heyrði hann segja pabba sínum að við værum með kjúkling í matinn í kvöld... en á morgun er stóri bróðir hans .....

Berta, Raggi, Hlynur, Svavar og Rakel

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum 12 sem borðuðum saman kalkún í gærkvöldi.  Mér finnst að jólin megi koma þegar búið er að borða kalkúninn, enda hefur það verið hefð hjá okkur til margra ára að borða kalkúninn fyrir jól.  Kalkúnn er svona stemmningsmatur og ekkert gaman að borða hann nema margir saman í hóp.  Við fengum þýskan kalkún í ár og ég get ekki sagt að ég hafi fundið mikinn mun á honum og okkar íslenska.  Hann bragðaðist mjög vel, maukeldaður.... og held ég að engin hafi farið svangur heim í gær.  Emil var reyndar lystarlaus og hefur verið það líka í dag... hann er eitthvað með í maganum blessaður.  Spurning hvort það stafi af pensilíninu hans eða hvort hann sé með einhverja magakveisu.  Hann er samt allur að braggast og borðaði ágætlega í kvöld.

Þrír dagar til jóla og hér er kominn spenningur í ungana.  Við ætlum að eyða kvöldinu í að pakka inn pökkum og ég held svei mér þá að ég hafi verið spurð þrisvar á meðan ég skrifa þessar línur.. "hvenær byrjum við? "  

Setti inn myndir í nýtt albúm

Out

KOlbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kolbrún alltaf eitthvað flott á borðum hjá þér. Get ég verið í áskrift hjá þér ég hvorki nenni eða kann að elda en finnst gott að borða enda sést það alveg á mér.  Jóla kveðja til ykkar úr Gaukshólunum.  KV Erla.

Erla (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:07

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ekkert smá gaman hjá ykkur. Fínar myndir. Vonandi verður Emil orðinn hress á aðfangadag. Gleðileg jól og hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.12.2007 kl. 12:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband