18.12.2007 | 19:31
10 ára igen?
Í morgun kl hálf tíu leið mér eins og þegar ég var barn... nánar tiltekið barn að passa börn á Drangsnesi... ég var í vist á Drangsnesi eitt sumar og er mér sérstaklega minnisstætt þegar Lára frænka mín sendi mér pakka. Ég man ekki nákvæmlega hvað var í pakkanum, en ég man þó að hún sendi mér kínaskó. Spáið í hvað ég er minnug eftir meira en 25 ár.... Lára mín ef þú lest þetta, þá man ég að þessi sending iljaði mikið:)
Ég fékk sendan pakka í dag... kom með póstinum skiluru. Pakka frá Helgu systur. Hrikalega var gaman að fá svona pakka, jafnvel þótt ég vissi hvert innihaldið væri. Ég væri alveg til að fá svona pakka oftar.
En Helga sendi okkur fjölskyldunni dvd diska með hinni gífurlega vinsælu þáttum um Næturvaktina... fyrstu 12 þættirnir og verður byrjað að horfa í kvöld þar sem frá var horfið. Í pakkanum var líka að finna 100 íslensk jólalög á cd sem hefur verið spilað hér í dag... og ekki má gleyma cooking sprayinu sem ég lét Helgu snúast fyrir mig í Bónus eftir... takk Helga... ómetanlegt að fá svona sendingu:)
Stutt færsla í kvöld.... Emil er ennþá lasinn og ég er að fara að horfa á næturvaktina...
Nokkrir hafa spurt mig um heimilisfang okkar hér í Danmörku og læt ég það fylgja með hér..
Kolbrún Jónsdóttir
Ranunkelvej 28
8700 Horsens
Danmark
Við erum líka komin með nýtt gsm númer.... ég get sent það í email ef einhver vill.
Annars kveð ég ykkur í kvöld og heilsa starfsmönnum á plani
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Kolla mín
Kortið var að fara í póst vona að það komist til skila fyrir jól ef ekki áttu það til góða:). Ohhh, ég man þetta með pakkana þegar ég bjó úti, æðislegt að fá glaðning sendan með hlutum sem að mínu mati var ómissandi og fékkst ekki í Noregi
. Gaman að fylgjast með ykkur. Hafið það gott.
Dóra (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 15:15
HÆ Kolla,
Datt hérna inn. kvitt fyrir komuna
kv,
F
Friðrik Árnason (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 22:15
Hæ hæ. Já, alltaf gaman að fá svona pakka sko, og hvað gerir maður ekki fyrir systkini sín. Njótið þess að horfa á Næturvaktina. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.12.2007 kl. 00:43
Já, Næturvaktin. Þú getur losnað við mikið af ákveðinni fræðslu með því að láta strákana horfa á þátt 12. ("Svona gerði ég aldrei við hana móður þína").
Annars vorum við hjónakornin að koma af tónleikum með hinni sænsku Carola, þetta voru frábærir tónleikar. Pelle Lundgren mætti að vísu ekki, það var mikið að gera í Lillhagen á Skáni.
Kv, Óskar
Óskar (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:52
Hæ, takk fyrir síðast. Ég sé að bóndi minn kvittar í anda hinna ágætu þátta. Allt gott að frétta smá kvef að stríða okkur. Fór í fiskbúð í gær og hætti næstum því við að versla þvílík fýla, s.s. góða skemmtun í skötuveislu. Vonandi hressist stóri stubbur. Annars var Erla reið í morgun því ég var að reyna að stela úr skónum hennar en ég var bara forvitin að kíkja í stígvélið til að sjá hvað hún fékk. *Heyrumst. kv. Gunna ----27
Gunna (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 09:45
Innilegar jólaóskir til ykkar allra, Kolla mín. Vona að jólin í Danmörku verði yndisleg! Góðar kveðjur frá öllum á skrifstofunni.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.12.2007 kl. 22:00
Sæl Kolla mín þessum pakka sem ég sendi var ég alveg búin að gleyma, enda komin 25 ár síðan. Ég sendi ykkur jólakveðjur frá mínu fólki og veit að þið eigið eftir að hafa það gott um jólin. Bið að heilsa fjölskyldunni.
Lára Guðrún frænka (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 20:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.