17.12.2007 | 18:36
Apótek arasýki...
Yngsti sonur er veikur. Hann er búinn að vera kvefaður í nokkra daga en snöggversnaði í gær. Þar sem hann er með latt ónæmiskerfi fórum við með hann til heimilislæknisins í dag. Hann var hlustaður og heyrði læknirinn strax að hann væri með bronkítis og gaf honum sýklalyf. Eins gott fyrir okkur að bregðast strax við svona ljótu kvefi, annars hefur reynslan kennt okkur að hann fái lungnabólgu... enda sagði læknirinn í dag að ef þetta yrði ekki meðhöndlað strax, myndi þetta enda í lungnabólgu. En allavega... ég fór í apótekið til að leysa út lyfin hans Emils í dag. Þjónustan hér í apótekum er skammarlega léleg.... það eru alltaf 15-20 manns á undan þér í röðinni og þú ferð ekkert inn í apótek hér nema að bíða í hálftíma eða meira. Það eru náttúrulega alltof fá apótek hér, bara tvö sem við vitum um, þannig að það er kannski ekki skrýtið að þessi apótek geti þjónustað betur.
Á Íslandi fannst mér nú ekki mikið mál að þurfa að bíða í apótekinu eftir lyfjunum... stundum fannst mér afgreiðslan þar bara of snögg. Ég var ekki búin að ná að skoða allt sem var í boði í apótekinu heima, enda eru þau apótek alveg á heimsklassa. Það væri ekki viturlegt að sleppa mér lausri með vísakort í apóteki á Íslandi... mér finnst svooooo gaman að skoða og gramsa í þeim. Vona að ég sé ekki ein um að finnast gaman í apóteki heehe.
Mér finnst aftur á móti ekki gaman að fara í apótekið hér í Horsens. Það er ekkert að skoða þar og ekkert hægt að versla þar nema lyfin sín og nokkrar kremdollur. Það er ekki einu sinni til gloss þar... ussss. Engar snyrtivörur, engin leikföng, engin ilmvötn, engar neysluvörur, engir sokkar og bara ekkert af því sem mér finnst svo skemmtilegt við apótekaraferðir á Íslandi.
Apótekin á Íslandi rokka
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég deili þessu með þér! Mér finnst alveg dásamlegt að vafra um apótekið og skoða meðan ég bíð eftir eitrinu (sem er yfirleitt sýklalyf) og þarf ekki einusinni að hafa neina afsökun fyrir því að skoða og spraya ilmvatni út og suður, austur og vestur. Unaður! Vona að kappinn kætist fljótt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:12
Kolla mín, er þá ekki málið að skella sér til Íslands í apótek..múhaha. Emil minn, góðan bata. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 17.12.2007 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.