16.12.2007 | 18:37
Kuldaboli í Horsens
Nú er hann kaldur. Alveg hrikalega kaldur. Mælirinn sýnir bara tæp 2 stig í frosti en upplifun mín er sú að það gæti verið 20 stiga frost. En mikið rosalega eru trén hér samt fallegt þegar þau eru frosin. Og kóngulóarvefirnir með frostið utan á sér... þetta hefur maður aldrei séð áður. Ég reyndi að taka mynd af gróðrinum hér til að reyna að koma því á mynd... stækkið myndina til að sjá hana betur.. Samfara þessu mikla frosti hefur þykk þoka legið yfir öllu. Ég hef ekki upplifað það áður að sjá ekki á milli húsa..en þannig hefur þetta verið hér síðan í gær en nú er loks aðeins að létta til.
Við fjölskyldan höfum tekið þennan þriðja sunnudag í aðventu með trompi. Við vöknuðum snemma og vorum lögð á stað upp í sveit.. kannski ekki alveg sveit, en það er lítill bær í klukkustundarfjarlægð frá okkur sem heitir Haurum. Þar býr bekkjarsystir Hlyns með manni sínum og börnum og áttum við heimboð hjá þeim í dag. Listilega vel tekið á móti okkur og við jafnvel leyst út með gjöfum... fullt af konfekti sem bíður jólanna:) En það er skrýtið að heimsækja svona týpiskt danskt heimili. Ég fann fyrir pínu vanmætti þarna í dag vegna lélegrar dönskukunnáttu en húsbóndinn á heimilinu talaði enga ensku. Ég reyndi eins og ég gat að tala við þau á minni lélegu dönsku en mestan hluta tímans var ég bara hlustandi. Þið sem mig þekkið vitið að ég á erfitt með að vera bara hlustandi, ég hef svo mikið að segja:)
Þegar við komum aftur í Horsens var ferðinni heitið í jólamessu hjá Íslendingafélaginu. Messan átti að fara fram í kirkju hér í nágrenninu og var það sjálfur Þórir Jökull sem átti að predika. Heiðursgestur á jólamessunni átti svo að vera Svavar Gestsson sjálfur, en hann er eins og flestir vita sendiherran í Danmörku. Við vorum mætt tímanlega í messuna með köku með okkur, þar sem það átti að vera kökuhlaðborð að messu lokinni. Þegar við komum í kirkjuna var okkur tjáð að það yrði um hálftíma seinkun þar sem presturinn hafi farið útaf, en búið væri að græja nýjan bíl og hann væri á leiðinni. Hálftíminn leið og ekki bólaði á presti og sendimanni hans. Næstu fréttir sem við fengum voru svo þær að það hafi orðið alvarlegt slys á motorvejen, 30 bíla árekstur og að presturinn og sendimaður hans væru fastir í umferðarteppu... væru væntanlegir eftir einn og hálfan tíma. Það var því ekkert annað að gera en a ðbyrja á kökuhlaðborðinu. Við stoppuðum í tvær klukkustundir í kirkjunni og þá var presturinn ekki enn mættur þannig að við ákváðum bara að fara heim, enda ekki mikil þolinmæði eftir hjá yngsta syni - og ekki bætti sykurinn í kökunum úr skák.
Þegar við komum aftur heim úr "messunni" fór ég með Emil á jóla MOSA hátíð. En það var sameiginleg hátíð í hverfinu okkar. Búið var að setja upp stórt tjald hér í mosanum og börnum boðið upp á föndur, eplaskífur og glögg. Við stoppuðum stutt á þessari hátíð. Emil horfði á Hermann fara heim af hátíðinni og vildi bara fara með honum og fann upp á því að það væri svo vond lykt inn í tjaldinu að hann þyrfti að fara bara heim til Hermanns og leika. Það var og.. og léku þeir vinirnir sér saman fram að kvöldmat.
Bið að heilsa heim á klakann
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo HEITT
Guðmundur Þór Jónsson, 16.12.2007 kl. 23:42
Það er svo HEITT hérna sko. Elsku Kolla, þar sem þú ert er engin lognmolla. Ég veit að þú hefur alltaf mikið til að tala um. En leiðinlegt með prestinn, gengur betur næst. Falleg haustmynd. Þú talar betur í dönsku næst. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 16.12.2007 kl. 23:49
Það sem þið fjölskyldan gerið á einum degi, gera margir á viku, - eða jafnvel mánuði, ef út í það er farið. Meira aktivitetið alltaf í kringum þig! Djúpfryst könguló í vef, jamm.... getur verið fallegt.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.12.2007 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.