Vísa Dankort

Mig langar að rifja upp fyrir ykkur fyrsta daginn okkar hér í Horsens.  Við löbbuðum upp í hverfisverslunina Aldi og vorum að versla matvöru í ísskápinn.  Þegar við svo ætluðum að borga með íslenska vísakortinu okkar, kom það í ljós að nær engar búðir hér taka okkar kort, bara Dankort.  Við fengum hjálp frá góðum Íslendingi sem var á eftir okkur í röðinni og borgaði fyrir okkur vörurnar... þá vorum við að hitta þennan mann í fyrsta sinn....nú höfum við hitt hann margoft og hann er sannarlega gull af manni.

En þegar við fluttum þurftum við að sjálfsögðu að stofna reikning í dönskum banka.  Við gerðum eins og svo margir að fara bara í danske bank og stofna allt þar.  Nokkrum dögum seinna fengum við debetkort í pósti og bara nokkuð glöð með þjónustuna... þar til við ætluðum að nota kortið.  Þá kom í ljós að þetta var bara hraðbankakort - sem sagt ekki Dankort.  Við ekki alveg ánægð með það og fórum aftur niður í danske bank og báðum um að fá Dankort.  Okkur var tjáð að þetta kort sem við værum með væri bara fullgott kort.  Við enn ekki ánægð.  Við reyndar skildum ekki afhverju danske bank gat ekki látið okkur fá alvöru kort... við vissum að þeir Íslendingar sem komu hingað og fengu aðstoð hjá Sigrúnu Þormar fengu strax venjulegt Dankort í danske bank.  Við sáum sjálf um okkur þegar við fluttum inn í landið og spöruðum okkur tugi þúsunda á því.. en við fengum ekki dankort, sennilega hefur Sigrún Þormar einhver sambönd í bankanum varðandi þau.

En anyhow fyrir ykkur sem enn eruð að lesa... Við ákváðum að hætta viðskiptum við danske bank og stofnuðum til viðskipta við Spar Nord (sem er líkur Sparisjóðunum heima).   Þar fengum við strax vilyrði fyrir Dankorti en það kom einmitt í pósti heim til okkar í vikunni.  Við sögðum starfsmanni Spar Nord frá hrakförum okkar í danske bank og þá sagði hann okkur að það væri afar erfitt fyrir útlendinga hér að fá dankort.  En þar sem þeir hjá Spar Nord þekktu Íslendinga ekki af neinu nema góðu fengum við kortin.  Við höfum eftir þetta líka frétt af fólki sem hefur búið í Danmörku í nokkur ár og aldrei fengið þetta blessaða Dankort.  

Ég má telja mig heppna að hafa fengið mitt kort:)  Ég verð að eiga kort sem ég get notað í Bilka og öðrum búðum sem ég nota hér reglulega.... er ekki að nenna þessu hraðbankakerfi eingöngu.

visadankort

 

 

 

 

 

 

 

Við hugsum heim til Íslands í kvöld.  Fjölskyldan mín hittist í kvöld og borðar saman Kalkún.  Árleg hefð sem við Hlynur höfum haft í nokkur ár.  Systir mín tók við hefðinni þessi jólin en vonandi tökum við upp hefðina þegar við flytjum aftur heim til Íslands.  Mikið myndi ég vilja vera hjá þér í kvöld Helga:)  Næsti fimmtudagur er aftur á móti okkar Kalkúnadagur.  Við ætlum að borða saman Kalkún þrjár fjölskyldur.... viðhalda kalkúnahefðinni.   Reyndar liggja Danir í því varðandi Kalkúninn í ár.  Kalkúnn er ófáanlegur í Danmörku núna fyrir þessi jól og flykkist fólk til Þýskalands til að verða sér úti um þennan gæðamat.  Mikið hlakkar mig til á fimmtudaginn:)

En kveð í kvöld

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

En þið heppin að fá Dan-kort í Spar-nord. En Kolla ef þú færð þér hund þá færðu meðlag..þá getur þú sko eytt meiru á Dan-kortið þitt frá Spar-nord..hugsaðu þér. Hvaða bömmer er það að þurfa að fara til Þýskalands til að fá Kalkún?? Leiðinlegt fyrir ykkur. Skil að þið hugsið heim í kvöld..en fimmtudagurinn bætir það upp vonandi. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 15.12.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Kolbrún mín, bara að láta þig vita að kalkúnninn var geðveikt góður og vel heppnaður og allir átu yfir sig.  Samt var líka alveg hellingsafgangur sem dugar okkur örugglega 2x í matinn í viðbót sko.  Takk fyrir uppskriftina og hugmyndirnar að meðlætinu  og sósan hún var sjúklega góð.   Vonandi heppnast ykkar kalkúnn eins vel á fimmtudaginn.

Kv, Helga

Helga Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband