Jólaskraut á útsölu

Þegar maður flytur á milli landa þarf maður þokkalega að kynnast nýjum menningarheimi eins og ég hef svo oft komið inn á hér á blogginu.  Jólaskreytingar í  Danmörku eru í raun efni í einn pistil.  Hér er afskaplega lítið skreytt miðað við á Íslandi.  Búðirnar skreyta jú hjá sér og miðbærinn er skreyttur.  Aftur á móti er mjög lítið um jólaskreytingar í heimahúsum.  Við til að mynda keyrðum framhjá stórri blokk hér í Horsens um daginn og ég taldi nákvæmlega eitt aðventuljós í allri blokkinni (ætli það hafi verið íbúð Íslendinga???)   

myBui10

 Það sem mér finnst mjög merkilegt hér í Damörku er að annan dag jóla er allt skraut tekið niður, jólaþorpið í miðbænum fer niður - jólin búin.  Þá finnst mér sem Íslendingi að jólin séu rétt að byrja.  Á Íslandi er hægt að gera góð kaup í jólaskrauti í búðum á milli hátíðanna.  Hér í Damörku eru búðir búnar að setja allt jólaskraut á útsölu og eru að bjóða skrautið með allt að 70 prósent afslætti.  Í mínu dagatali eru enn 10 dagar til jóla....

Það er margt skrýtið í kýrhausnum

 

Góða helgi

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

uss ég hefði þurft að kíkja núna í staðin fyrir að kaupa allt nýja jólaskrautið á fullu verði í blómabúðum Reykjavíkur

Rebbý, 14.12.2007 kl. 21:05

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Veistu hvað Kolla. Búðir hér eru þegar byrjaðar að hafa jóladót æa 50% afslætti, ég keypti mér jólatrésfót á 2295 krónur og hann kostaði tæp 5000 í nóv. Já, mér finnst skrítið að jóladótið sé tekið niður á öðrum degi jóla...pufft..gerðu bara eins og þú ert alltaf vön að gera. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 14.12.2007 kl. 23:27

3 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Nú ætlar litla systir að vera svolítið kvikindisleg eftir að hafa lesið síðustu athugasemd frá Gumma
 en þar segir hann "gerðu bara eins og þú ert alltaf vön að gera."  Skyldi hann aldrei hafa tekið eftir því að það eru jól alla daga heima hjá Kolbrúnu (allavegana á Íslandi) því sumt jólaskrautið fer ekki niður milli ára 
.  Held að hún yrði lögð inn þarna úti í Danmörku ef Danir sæu það.  Sorry en ég bara varð að koma þessu að.

Helga Jónsdóttir, 15.12.2007 kl. 00:46

4 Smámynd: Vilborg

Hehehe...góður punktur Helga! Ég er reyndar með eina seríu (með jólakúlum og marglitum ljósum) uppi allt árið en mér finnst hún bara svo falleg að ég tími ekki að taka hana niður! Skammdegið er bara svo mikið hérna að það veitir bara ekkert af smá upplyftingu og ljósadýrð.  Ég væri sko til í að komast á jólaútsölu fyrir jól...færi örugglega hamförum og fyllti húsið af skrauti og ljósum!

Vilborg, 15.12.2007 kl. 02:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband