13.12.2007 | 07:10
Jólagjafir
Strákarnir mínir eru alveg hreint að fara á límingum yfir jólapakkaspenningi. Þeir vita að næstum allir pakkarnir til þeirra eru komnir í hús og hafa sín á milli spáð og spekúlerað í því hvað sé innanfyrir pappírinn, eheh. Börn verða svo krúttleg á þessum árstíma.
Sjálf hef ég ekki óskað mér neins sérstaks í jólagjöf síðan ég bara man ekki hvenær. Í fyrsta skipti í langan tíma langar mig í bók í jólagjöf. Mig langar mikið að lesa bókina postulín eftir hana Freyju og Ölmu. Kaupi mér hana sjálf þegar ég kem næst til Íslandsins.... kannski að maður sé að ganga í barndóm aftur þegar maður er komin með svona óskalista eheh
Skrifa sjálfsagt meira í kvöld þar sem mig langar að segja ykkur frá því er að gerast í dag hjá yngsta syni. Forvitin? Verðið að lifa með því!!!
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ allir hafa gott af því að þurfa að bíða eftir fregnum. Minntu mig á að segja þér þetta með kæfuna.
Allt gott að frétta héðan, nema það að veðrið er búið að vera skrykkjótt. Við hjónin fórum á fætur í nótt til að tryggja að garðhúsgögnin sem ekki eru notuð neitt núna væru kyrr á sínum stað. Semsagt kolbrjálað rok í gær og snjór í þessum orðum.. Jólasveinninn er í uppiáhaldi þessa daga þar sem hann er að gefa skemmtilega í skóinn, hins vegar til öryggis er skórinn settur í gluggann frammi á gangi og harðlokuð hurðin. Ég er sammála þessu með bókina Kolla, langar líka að lesa hana en einnig er ég spennt að lesa bókina kæri Gabríel en það er norskur rithöfundur sem er að skrifa "bréf" til sonar síns sem er einhverfur.
Kær kveðja til allra,
Guðrún
gunna (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 19:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.