Eigum við að ræða það eitthvað eða?

Undanfarin kvöld höfum við hjónin verið að horfa á þættina Næturvaktin.  Við vorum svo sem aðeins búin að heyra nokkra frasa áður en við byrjuðum sjálf að horfa á þættina.... bara svona aðeins til að vera með. 

Við erum búin að horfa núna á fjóra fyrstu þættina og þvílíka snilldin, SÆLL.  Allir leikarnir fara á algerum kostum að mínu áliti og ég meira að segja stend sjálfa mig að því að hlæja upphátt, ég hlæ næstum aldrei upphátt af sjónvarpinu.  Eigum við að ræða það eitthvað eða?  Maður er greinilega ekki alveg inn ef maður hefur ekki séð þessa þætti.  Óskar vinur okkar kommentaði hjá Hlyni um daginn og var að benda honum á sjálfbært samfélag í Svíþjóð.... ég náði ekki þessu kommenti fyrr en í gærkvöldi þegar ég hélt áfram með þættina.. múhahahahah

0060-0511-1012-2453

En að öðru... Stekkjastaur kom fyrstur og hann kemur einmitt í nótt.  Við höfum verið að lesa fyrir yngsta son um jólasveinana en hann man ekki eftir því að hafa nokkurntímann fengið í skóinn... hann man ekki einu sinni eftir að hafa fengið jólagjafir held ég, því hann ætlar að fá alla hluti í afmælisgjöf.  Hann verður því vonandi glaður þegar hann vaknar í fyrramálið.  Hafsteinn hlakkar mikið til jólanna og síðustu daga hef ég haft alveg sérlega góðan aðstoðarmann á heimilinu sem er að reyna að sanna sig fyrir jólasveinunum.  Í gærkvöldi skúraði hann fyrir mig stofuna ÓUMBEÐIN, skúraði niður tröppurnar, þurrkaði eftir uppvaskið, fór út með ruslið og .  Sama sagan endurtók sig í kvöld, hann er búin að vera mest duglegur í heimilisverkunum.   Og ekki nóg með það, hann er búin að hátta sig og bjóða góða nótt.  Ohh hvað ég vildi að það væru jól alla daga.    Sá elsti tjáir sig ekki mikið um jólasveininn en segir okkur foreldrum sínum þó að við verðum að vita að hann sé í sérstaklega góðri samningsstöðu heheh.

Læt þetta duga í kvöld

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

já í sérstaklega góðri samningsstöðu  hahah  góður eins og alltaf

Rebbý, 11.12.2007 kl. 23:36

2 identicon

hæ eg var að skoða siðuna þina bið að heilsa maja

maria ulfheiður (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 19:26

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Snillingar synir þínir. Eigum við að ræða þetta eitthvað frekar...nei, hélt ekki, frábærir þættir þar á ferð. Jól alla daga já....þú segir það...þau mega þá vera í Kollu-koti. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 12.12.2007 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband