5.12.2007 | 18:26
Hátíð í bæ
Það er hátíð á heimilinu okkar í dag. Við fengum svo frábært símtal frá Guðrúnu vinkonu minni í dag... hún er að koma til okkar í heimsókn Á MORGUN. OMG hvað mig hlakkar til að eyða helginni með henni. Ég reikna með því að það verði hressilega tekið á því í búðunum, ætli ég bjóðist ekki bara til að vera bruðardýr, hahaha. Þannig að laufabrauði er borgið á þetta heimili fyrir jólin.
Um daginn fékk ég umslag frá kommúninni hér í Horsens um að ég ætti að mæta með strákana til tannlæknis á ákveðnum tíma og alla í einu, í eftirlit. Ég reyndar þurfti að breyta þeim tíma því við vorum á íslandi þegar upphaflegi tíminn var... en við fórum semsagt í dag til tannsa. Þeir settust í stólinn hver á fætur öðrum, voru allir burstaðir og flúoraðir og skoðaðir í bak og fyrir með tilheyrandi myndatökum. Niðurstaðan var sú að EMil og Jón Ingi eru án tannskemmda... Emil fékk meira að segja excellent niðurstöðu úr skoðuninni. Hafsteinn er með eina skemmd sem verður viðgerð í næstu viku... það eru held ég fjögur ár síðan hann fór til tannlæknis síðast, þannig að ég ætla ekkert að gráta það þótt það hafi leynst ein skemmd í stráknum. Hér í Danmörku er tannlæknaþjónusta frí fyrir öll börn upp að 18 ára aldri. Mér fannst mjög skrýtið að ganga bara út í dag án þess að borga, maður á þessu bara ekki að venjast.
Að lokum...
Ingi Geir stórmágur minn á afmæli í dag og sendi ég honum mínar bestu afmælisóskir í gegnum veraldarvefinn. Hefðum sko alveg verið til í að vera með þér í kvöld Ingi Geir minn:)
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að Guðrún skyldi drífa sig, ég hitti hana aðeins sl. laugardag. Skemmtið ykkur vel saman:).
Dóra (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 22:12
Hæ hæ, frábært að fá Gunnu. Skemmtið ykkur rosalega vel, ég sé ykkur nú alveg fyrir mér að VERSLA sko
. En gaman að tannlæknir kosta ekki fyrir börn, þá verðuru aðeins ríkari. Hafðu það gott og SKEMMTIÐ YKKUR VEL!!!
Guðmundur Þór Jónsson, 5.12.2007 kl. 23:20
Hmmmm...væri nú alveg til í að fara í "smá" verslunarleiðangur líka...hehehe. En ætli heimsóknin okkar bíði ekki hlýrri tíma!
Vilborg, 6.12.2007 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.