4.12.2007 | 22:23
Aðventan er alveg minn tími
Aðventan er held ég minn uppáhaldstími á árinu. Mér finnst allt skemmtilegt í tengslum við þennan árstíma. Mér finnst alveg sérlega gaman að baka jólasmákökurnar og er búin að baka margar sortir sem renna ljúft niður í strákana mína alla. Sérlega mikil ánægja með mömmukökurnar og sörurnar sem ég bakaði í dag:)
Við höfum í gegnum árin komið okkur upp okkar eigin jólahefðum. Það hafa til dæmis ekki verið jól nema að fá fjölskylduna í kalkún. Það verður ekki í ár og veit ég að einhverjir munu sakna þess. Við munum engu að síður búa okkar kalkún, því það eru engin jól án kalkúns. Við ætlum þess í stað að njóta kalkúnsins með Bertu, Ragga og Hermanni á Nýjárskvöld:) Við erum nánast búin að skrifa jólakortin en það er ákaflega hátíðleg stund hjá okkur fjölskyldunni. Það er hvert kort valið og skrifuð persónuleg kveðja til hvers og eins. Rétt eins og mér finnst gaman að skrifa jólakortin, þá finnst mér alveg æðislegt að fá jólakort. Ég opna engin jólakort fyrr en seint á aðfangadagskvöld og best er að fá sér konfekt og smá grand dreytil með opnuninni. Í mörg ár höfum við eytt þorláksmessukvöldi á heimili foreldra minna en þar hefur stórfjölskyldan safnast saman og borðað skötu... ég á eftir að sakna þess í ár. Við fáum aftur á móti okkar skötu á hátíð Íslendingafélagsins í hádeginu á þorláksmessu. Hangikjötið er partur af jólunum... læri skal það vera. Ég lenti í því eitt árið að kaupa frampart og það var ekkert hangikjöt það árið, kartöflur og grænar baunir með FITU. Oj bara barasta.... Laufabrauðið er ómissandi með hangikjötinu en því miður á ég ekkert laufabrauð núna. Er hægt að láta senda sér laufabrauð til Danmerkur? Ætli það verði bara laufabrauðsmylsna þegar það kæmi til mín?
Jólapökkun er líka mitt áhugamál. Ég eyði oft alltof miklum tíma í að velja skraut á hvern pakka fyrir sig og hef mikið gaman af. Ég get alveg eytt hálftíma í að pakka inn einni jólagjöf og reiknið þið svo hvað það tekur mig langan tíma að pakka öllu inn, haahaha
Annars erum við alveg tilbúin að taka á móti jólunum. Þetta verða allt öðruvísi jól en við höfum upplifað áður þar sem við verðum án fjölskyldu og vina. En við bara hlökkum til, við höfum hvert annað og það er nóg fyrir okkur.
Farin að sofa til að safna kröfum í nýjan bökunardag... segi svona
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mæli ekki með að fá laufabrauð sent með póstinum......ég fékk einu sinni sent laufabrauð í Macintoshbauk til Svíþjóðar og ég gat hreinlega tekið það í nefið!!
Berta María Hreinsdóttir, 5.12.2007 kl. 08:47
Sæl Kolla!
Það er til ósteikt og óskorið laufabrauð í kössum hér í búðum. Það er sennilega betra að það haldist nokkuð kalt til þín. Annars er bara að bretta upp ermarnar og búa sér til deig, fletja það út, skera og steikja. Gangi ykkur vel við laufabrauðsbaksturinn, kveðja Ella. P.s. man því miður ekki uppskriftina en gæti reddað henni ef áhugi er fyrir hendi. Er ekki tilvalið fyrir aðventu- og jólabarnið að slá til og prófa, kveðja EG.
Ella (IP-tala skráð) 5.12.2007 kl. 09:45
Oh þú ert greinilega jafn mikið jólabarn og ég
. Ég er líka búin að koma sjálfri mér upp á þetta að opna jólakortin á aðfangadagskvöld og það er yndislegt að lesa þau með jólaöl og góðan konfektmola í hönd!
Kristbjörg Þórisdóttir, 9.12.2007 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.