3.12.2007 | 22:05
Gestirnir okkar farnir aftur heim til Íslands
Það er tómlegt í kofanum okkar í dag. Tengdaforeldrar mínir eru búnir að vera hérna hjá okkur í nokkra góða daga en þau flugu aftur heim til Íslands í dag. Við erum búin að bralla heilmikið saman á þessum dögum. Við fórum tildæmis upp á Himmelbjerget, við fórum í den gamle by í Árósum, fórum til Vejle og á jólamarkað. Svo var miðbærinn í Horsens skoðaður og auðvitað aðeins skroppið í Bilka. Tímanum hérna heima eyddum við svo í að baka kleinur og soðbrauð og brune kager, og borðuðum góðan mat:) Kærar þakkir fyrir okkur Elsku Hreinn og Veiga.
Tengdaforeldrar mínir pössuðu svo strákana mína um helgina á meðan við hjónin skruppum til Kaupmannahafnar á jólahlaðborð með vinnufélögum Hlyns á sjónstöðinni. Það var alveg frábær ferð. Við vorum á lúxus hóteli við Radhuspladsen.... ég hef allavega aldrei verið á svona flottu hóteli. Við fórum á strikið og löbbuðum Nýhöfn, stoppuðum á kaffihúsum og höfðum það þvílíkt notalegt. Um kvöldið fórum við svo á jólahlaðborðið danska. Það er mjög ólíkt hinum hefðbundnu íslensku jólahlaðborðum. Danska jólahlaðborðið er þannig að það koma bakkar inn á borðin og deila 4-5 hverjum bakka. Fyrst kom forréttarbakkinn og á honum var þrennskonar síld, grafinn lax og reyktur lax, reyktur áll og steikt rauðspretta og auðvitað fullt af brauði. Í aðalrétt var boðið upp á purusteik, önd, lifrarkæfu, steikt beikon og medisterpylsu.... með aðalréttinum var svo boðið upp á rauðkál og rauðbeður og epla/lauk eitthvað..... Eftirréttarbakkinn innihélt svo risgrautinn, þrennskonar osta, vínber, mandarínur og hnetur. Mjög spes. Það sem kom skemmtilega á óvart á jólahlaðborðinu var rísgrauturinn, hann var algert æði með kirsuberjasultunni... namm. Það sem mér fannst aftur mjög skrýtið var að borða kalda purusteik og fá hvorki kartöflur né sósu. En það var sannarlega gaman að fá að prófa að fara á ekta danskt jólahlaðborð.
Strákarnir mínir eru búnir að bíða eftir því að fá að skreyta húsið okkar með jóladótinu og loksins var komið að því í dag. Þvílíkur spenningur þegar jólakassarnir voru teknir fram. Þvílík vonbrigði þegar þeir voru opnaðir. Eitthvað hefur jóladótið okkar skolast til í flutningnum og við erum bara með smá hluta af jóladótinu okkar hér í Horsens, hitt hlýtur að vera í geymslunni í Jöklaselinu. Það vantar allt það sem ég hef notað ár eftir ár en ég fékk að njóta kassana með dóti sem ég hef ekki sett upp í mörg ár. Allt Georg jensen dótið mitt er ekki með... allir íslensku jólasveinarnir eru ekki með....jólaskrautið sem íbúi á Skálatúni bjó til og ég held mikið upp á... ekki með.... og ég gæti talið endalaust. En við gerum bara gott úr þessu og notum það sem við höfum. Það er allavega komið ljós í stofuna hjá okkur og dótið af jólatrénu er sem betur fer með í för.
Kvöldinu höfum við svo eytt í það að skrifa jólakort og borða nóa konfekt... þvílíkt dekur. Við fáum svo annað dekurkvöld á morgun því við náðum bara að skrifa um helminginn af kortunum í kvöld.
Ég er ekkert að grínast með það, að það erum um 70 nýar myndir í nýju albúmi. Njótið vel:)
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
KV Erla.
Erla (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 22:25
Hæ hæ, en gaman að heyra hvað það er búið að vera æðislegt hjá ykkur. Alltaf gaman að prófa eitthvað "nýtt" jólaskraut. Fínar myndir hjá þér, ertu ekki orðinn þreytt í þumlinum
. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 4.12.2007 kl. 00:19
Svona qualitytime er alveg nauðsynlegt að öðru hvoru
Leitt að jólaskrautið skyldi verða eftir heima á klakanum ........
Hafið það sem allra best
Anna Gísladóttir, 4.12.2007 kl. 12:54
Alltaf jafn myndarleg mín kæra ,væntanlega er þú að leggja síðustu hönd á jólaundirbúninginn (skrifa á jólakortinn) alltaf gaman að skoða myndirnar,ekki það að hafi slefað yfir kleinunum og jafnvel fundið lyktina bara nei nei segi svona.þið getið jafnvel dundað ykkur við að búa til ykkar jólaskraut td.keypt gyltan pappir og rautt band ,vola komin Danskur Georg J,ok ég skal stoppa hehe Hsfið það sem all best
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 4.12.2007 kl. 17:22
flott að heimsóknin þeirra lukkaðist svona vel og gott að Köben var flott
hlakka til að fá kort - verð að drífa mig í að klára mín svo þið fáið eitt frá mér
Rebbý, 4.12.2007 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.