Gullkorn dagsins

Smá gullkorn frá sonum mínum

 

Hafsteinn minn fór á lestarstöðina í gær og lét taka af sér passamyndir til að geta fengið strætókort í skólanum.  Hann var mjög ánægður með kortið sitt og las það spjaldanna á milli þegar hann kom heim með það.  Inn í kortinu er skrifað það verð sem kortið kostaði skólann, en það voru rúmlega 800 kr danskar.  Hann rak augun í þetta og sagði "mamma, buskortið kostaði 835 kr og engin EYRU"   (stóð kroner 835, öre 0)

Í morgun fór svo yngsti sonur á klósettið á meðan ég var að brjóta saman þvott.  Eitthvað fannst mér hann lengi á klósettinu og fór að tékka á honum.  Og hvað haldið þið að hann hafi verið að gera!!!  Hann var búin að taka rakspírann hans pabba síns, hella honum í vaskinn og fylla svo rakspíraglasið aftur með vatni... og sagði svo við mig þvílíkt montinn að hann sé búin að búa til nýjan rakspíra.  Og rökstuddi meira að segja málið með því að fræða mig um það að pabbi sinn hefði sagt sér að allt sem flyti væri búið til úr vatni.  

 

Annars er bara fínt að frétta.  Emil er nú byrjaður á leikskólanum á fullu og skildi ég hann eftir þar í næstum fjóra klst í dag.  Hann er soldið súr að fara á morgnana en alsæll þegar ég sæki hann og jafnvel ekki tilbúin til að fara heim strax.  Á morgun fáum við svo tengdaforeldra mína í heimsókn til okkar en þau ætla að stoppa hér fram á mánudag:)  

Kveð í kvöld

Kolbrún 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

það er aldeilis að fólkið ykkar sé duglegt að kíkja yfir
gott að það sé enn allt að ganga vel - og mikið á Hlynur nú eftir að lykta vel á morgun

Rebbý, 27.11.2007 kl. 22:16

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hehe, ég sé hann Emil alveg fyrir mér. En gaman að fá tengdó...njótið þess vel og skemmtið ykkur bara. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.11.2007 kl. 22:17

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Frábært alltaf að kíkja inn til þín! Góðar kveðjur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.11.2007 kl. 23:09

4 identicon

 Hæ

Skemmtileg gullkorn og gaman að heyra að Emil er ánægður á leikskólanum.  Erla var að enda við að lesa gamalt jólakort frá ykkur.! Ekki ráð nema í tíma sé tekið þ.e. með blessuð kortin. !!!!!!!! góða skemmtun með gestunum ykkar

Kær kveðja, Gunna

GUNNA (IP-tala skráð) 28.11.2007 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband