25.11.2007 | 19:07
og meiri gleði helgarinnar
Það er búið að vera þokkalegt aksjon hjá okkur fjölskyldunni um helgina. Súpukvöld og piparkökubakstur..... og deginum í dag eyddum við á fjölskylduskemmtun fyrir Íslendinga sem eru búsettir í Horsens og nágrenni. Gríðarlega mikill fjöldi af Íslendingum kom á fjölskylduhátíðina í dag.... eitthvað yfir 200 manns. Á hátíðinni fengu litlu krílin dagskrá í anda Latabæjar á meðan stóru krakkarnir fengu að spreyta sig í Boot camp. Allir fengu svo vöfflur með rjóma og íslenskri rabbabarasultu.... Strákarnir mínir skemmtu sér stórvel í dag og fengu þokkalega útrás fyrir alla orkuna... enda sofnaði Emil fljótt í kvöld. Jón Ingi reyndar nennti ekki með okkur og kaus frekar að vera heima og chilla... hans missir:)
Á morgun byrjar svo ný vika - ný leikskólavika. Mikið vona ég að hlutirnir eigi eftir að ganga vel í leikskólanum hjá Emil í næstu viku. Hann hefur svo mikla þörf fyrir að vera með öðrum börnum, hreyfa sig og fá útrás fyrir orkuna sína.
Kveð í kvöld - slatti af nýjum myndum í nýju albúmi frá því í dag
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En frábært hvað er mikill hittingur hjá ykkur Íslendingum þarna úti. Skil vel að Emil hafi sofnað fljótt í kvöld. Glæsilegar myndir. Eigið þið góða viku og hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 25.11.2007 kl. 23:20
Sæl Kolla og fjölskylda!
Allt gott héðan. Reyndar verið smá flensa í gangi (ekki hjá öllum) en það gengur yfir. Eigum eftir að skakna ykkar, erum með afmæli á mán. kemur. Eva Rakel 3ja ára sunnudaginn 2. des. Ekki hægt að koma því við um helgina vegna anna.
Það er ekki að spyrja að dugnaðinum á þínu heimili frekar en fyrri daginn. Gott að vita að allt gengur vel og ykkur líður vel, kveðja Ella.
Ella (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.