19.9.2006 | 20:10
Geitungafár
Ég þoli ekki geitunga. Ég er reyndar dauðhrædd við geitunga. Og það er eins og þeir finni að ég sé hrædd við þá, því að þeir ofsækja mig. Ég er búin að vera í slagsmálum við þrjá í bara dag. Þeir reyna að koma inn í bílinn minn.... ég er ekki að grínast með að ég myndi hlaupa út úr bílnum á Miklubrautinni ef það kæmist geitungur inn í bílinn minn á ljósum eins og næstum gerðist í dag. Mér varð reyndar svo m vikið um þegar ég sá að kvikindið var að reyna að komast inn um gluggann að ég opnaði hurðina á ljósum.... það var þó ekki í huga mér að bjóða hann velkominn til mín í bílinn, ég bara panikaði.
Í dag kom einn geitungur INN TIL MÍN HEIMA. Okkur finnst mjög gaman að fá gesti en geitungar eru ekki velkomnir á mitt heimili. Sonur minn, 11 ára drap geitungin og svo var öllum gluggum lokað og við sitjum inni í hitasvækju. Spennandi dagar framundan, sérstaklega þar sem húsbóndinn er að hverfa af landi brott í nótt og verður í nokkra daga. Ég sé ekki fram á að opna glugga á heimilinu nema að ég vilji flytja á hótel mömmu í þessa daga sem eg verð einstæð, því ég myndi ekki fyrir mitt litla líf þora að drepa kvikindin.
oj bara... nei takk
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 33
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
haha ég hugsa að það sé nú örugglega ekki minna af geitungum hjá mömmu og pabba sko þannig að hótel mamma dugar skammt í þeim efnum. Allavegana fannst mér nóg af þeim þar í sumar. Eg þoli þá ekki heldur. Einn var að reyna að troða sér upp í mig niðri við tjörn um helgina og ég hélt ég yrði ekki eldri. Eg var reyndar ekki sú eina sem var á hlaupum undan þessu kvikindi þar sem ég sá marga reka upp óp og hlaupa af stað. Algengt vandamál greinilega.
Helga Jónsdóttir, 19.9.2006 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.