Súpukvöld í Horsens

Við erum þrjár hér í nágrenninum sem allar unnum hjá SSR þar til í sumar eða haust.  Við höfum ákveðið að halda góðu sambandi á meðan við búum hér í Danmörku (og vonandi auðvitað lengur).  Í gærkvöldi hittumst við á okkar fyrsta súpukvöldi heima hjá okkur.  Boðið var upp á mexikanska kjúklingasúpu og heimabakað brauð, en súpan er í miklu uppáhaldi hjá okkur hjónum. 

og hér erum við loksins öll komin við borðið

Ég skelli inn uppskrift hér af súpunni góðu fyrir þær stöllur Bertu og Kiddu:)  Ef fleiri vilja prófa þá get ég lofað að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

2 laukar

4 hvítlauksrif

2 msk olía

2 dósir niðursoðnir tómatar ´

1 lítri tómatdjús

1 teningur kjúklingakraftur og 1/2 lítri vatn

1 tengingu nautakraftur og 1/2 lítri vatn

1 msk kóriander

1 til 1 1/2 tsk chilipipar

1 til 1/2 tsk cayennepipar

1 kjúklingur, steikur og tekin af beinum

 

Laukurinn er hitaður í olíunni og svo öllu hinu blandað við nema að kjúklingurinn fer ofan í súpupottinn hálftíma áður en súpan er borin fram.  Með súpunni er svo sýrður rjómi, rifinn ostur og doritos flögur sem hver og einn setur ofan í súpuna sjálfur.

 

Annars er eitt enn sem mig langar að segja ykkur frá.  Ég fór með Emil í leikskólann í gær og þá var ein stelpa á deildinni hjá Emil sem átti afmæli.  Hún bauð öllum krökkunum á deildinni heim til sín í afmæilispartý.  Öll deildin fór labbandi heim til afmælisbarnsins kl 9:30.  Þegar 20 manna strollan kom í afmælið fóru börnin að leika sér.  Og þau léku sér og þau léku sér og ekkert annað gerðist.  Það var ekki fyrr en 11:30 sem allt í einu var komið með stórt teppi og sett á stofugólfið.  Síðan settust öll börnin hring á teppið og var boðið upp á pasta og kjötsósu.  Síðan var afmælissöngurinn sungin í MÖRGUM erindum og afmælisbarnið fékk gjöf frá leikskólanum.  Öllum börnunum var svo gefin slikpoki í nesti sem innihélt sleikjó, blöðrur og hlaup.  Við komum aftur í leikskólann eftir þessa löngu afmælisveislu rétt um eittleytið. 

Allir fengu pasta og kjötsósu

Þegar við komum aftur á leikskólann kvaddi ég Emil og var hann aleinn í leikskólanum í meira en klukkutíma.  Gekk alveg glimrandi vel og var hann mjög sáttur þegar við sóttum hann.  Hann virðist vera að komast yfir hræðsluna við nýja leikskólann, því hann spurði mig í morgun hvort ég yrði leið ef hann yrði aftur aleinn í leikskólanum á mánudaginn...

En ég ætla að fara inn í nýjan dag

Fullt af nýjum myndum í nýju albúmi

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt að þið eruð með svona súpu-hjóna-kvöld saumaklúbb. Auðvitað haldið þið áfram að vera í sambandi. Dáldið fyndið að lesa um þetta afmæli...en allt venst. Emil góður að hugsa um mömmu sína. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 24.11.2007 kl. 08:47

2 Smámynd: Rebbý

flott hjá ykkur með súpukvöldið var einmitt að heyra af svona súpu sem væri svo geggjuð svo kannski maður reyni sig með uppskriftina þína

Rebbý, 24.11.2007 kl. 10:02

3 identicon

Prófa sko þessa uppskrift, það sem ég hef prófað frá þér hefur nú ekki klikkað. En þar sem ég þarf að hafa allt by the book, hvað á maður að sjóða súpuna lengi áður en kjúllinn fer út í ? Eða skiptir það engu máli kannski (er nú aldeilis að koma upp um mig í matargerðinni) .

Dóra Valgarðsd. (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 11:13

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Kærar, kærar þakkir fyrir alveg frábæra súpu og ekki síðri félagsskap !

Kristbjörg Þórisdóttir, 24.11.2007 kl. 14:05

5 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Hæ Dóra,

Súpuna er best að sjóða í 2-3 klst:)  Þá er hún best.

Gangi þér vel

Kolbrún Jónsdóttir, 24.11.2007 kl. 18:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband