22.11.2007 | 07:38
Leikskólamál í Dk
Nú er barningurinn byrjaður á ný við að koma yngsta syni í leikskóla hér í Horsens. Hann hefur haft pláss í leikskólanum síðan 1. nóvember og það er skemmst frá því að segja að hann hefur nær aldrei verið skilin þar eftir. Emil finnst leikskólinn sinn skemmtilegur.... þar er mjög mikið af dóti og dóti sem hann hefur mikinn áhuga á. Þar eru mjög skemmtileg útileiktæki og frábært starfsfólk.... og svo auðvitað allir íslensku krakkarnir. Það nýjasta er að það er byrjaður íslenskur pedagog nemi þar sem heitir Hafdís þannig að nú hefur Emil minn meira að segja starfsmann sem talar íslensku. En það er ekki nóg.... þrátt fyrir að Emil minn komi sáttur af leikskólanum og segist hlakka til að fara þangað aftur, þá er það bundið því að ég sé með honum þar allan timann. Ég má ekki einu sinni fara á klósett. Nú verð ég að taka mig saman í andlitinu og reyna að vera þátttakandi í því að breyta þessari þróun.... ég bara verð að skilja hann eftir og hann bara verður að læra að ég kem og sæki hann aftur.....
Annars er ég í voðalega litlu bloggstuði. Jólabaksturinn á hug minn allann þessa dagana. Ég er búin að baka fjórar sortir og finnst þetta alveg hrikalega gaman.
Eigið góðan dag
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leitt að heyra hvað gengur illa að aðlaga Emil greyið. En þetta hlýtur að koma fljótlega. Annars er ég alltaf jafnundrandi á ónefndri vinkonu minni hér í hverfinu. Stelpan hennar er búin að vera á sama leikskóla og mín börn frá því hún var 2ja ára og hún verður 5 ára í mai. Hún þarf enn að sitja hjá henni í morgunmatnum í a.m.k hálftíma áður en hún getur skilið hana eftir og það eru að vera komin 3 ár síðan hún byrjaði (þú veist hverja ég er að tala um). Þannig að það er kannski ekkert skrítið að Emil skuli vera óöruggur í umhverfi þar sem hann skilur ekki einusinni tungumálið.
Varðandi jólabaksturinn, passaðu þig á að grípa ekki í tóma dunka á jólunum
eins og fyrri reynsla hefur sýnt
.
Helga Jónsdóttir, 22.11.2007 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.