Komin heim

Jæja, þá erum við fjölskyldan komin heim.  Það er alltaf gott að koma heim..... í sitt dót og  sofa í sínu rúmi.  Ég auðvitað tala um að Danmörk sé heim.... en ég kalla líka að fara heim þegar ég fer til Íslands.... hvar á maður heima?

Við eyddum dögunum okkar á Íslandi með fjölskyldu og vinum.... dagarnir voru afskaplega fljótir að líða, enda ekki margir.  Ég fylgdi afa mínum til hinstu hvílu á Íslandi, það var mjög erfiður dagur fyrir mig og mína, en ég er afskaplega þakklát fyrir minningarnar sem ég á um afa minn og munu þær fylgja mér um ókomin ár..... þá er ég líka afskaplega þakklát fyrir að hafa getað fengið að fylgja honum til hinstu hvílu. 

Nú heldur lífið áfram og allt kemst í rútínu aftur.  Það er margt spennandi framundan hjá okkur fjölskyldunni.  Við erum að fá fleiri gesti frá Íslandi í næstu viku sem við hlökkum mikið til, við erum að fara til Kaupmannahafnar á jólahlaðborð og erum að byrja að undirbúa fyrstu jólin okkar í Danmörku.  Jólamaturinn kom í hús í nótt með flugvél Iceland express og nú ætlar frúin að skella í nokkrar sortir af smákökum ofan í kallana sína.

En ég ætlaði nú bara aðeins að láta vita af okkur.  Við komum hér heim mjög seint í gærkvöldi eftir langan ferðadag og höfum notað daginn til að hvíla okkur, taka upp úr töskum og þvo þvotta.....

Nótt Nótt

KOlbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Það er lykilatriði að geta fylgt sínum nánustu til hinstu hvílu, gott að þið gátuð það. Hafið það gott með smákökum. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 19.11.2007 kl. 23:31

2 Smámynd: Rebbý

Hæ Kolla mín,
Gott að þið gátuð komið heim, það er eitthvað sem maður vill ekki missa af að fá að fylgja sínum nánustu til grafar.

Hlakka til að heyra af dönsku jólunum og sendu á mig mail með adressunni ykkar svo ég geti passað að senda þér heimagert jólakort

Rebbý, 19.11.2007 kl. 23:56

3 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Sæl Kolla, sárt með Agnar, þó að við værum að mörgu leyti ósammála þá gátum við alltaf rætt saman og mér fannst alltaf mjög gaman að vera ósammála honum um sum mál. Ég sakna hans og mun gera áfram.

Síðan er það, hvar á maður heima? Er það kannski spurning um hugarfar? Er ekki heima þar sem manns nánustu eru? Þú hefur marga, kannski ekki alla, þína nánustu hjá þér og það er mikilvægara en þú gerir þér grein fyrir. Ég þekki hinar aðstæðurnar frá Kanada. Enda fannst mér ég aldrei alveg þar, en eins og þú þekkir mig þá hefði það nú kannski verið að yfirlögðu ráði???

Nú er bara að líta á tækifærin í þessu. Ég þroskaðist ákaflega mikið á því að búa í öðru landi (reyndar undir öðrum kringumstæðum) og ég lærði svo mikið. Málið er bara að taka þátt í þjóðfélaginu sem þú tilheyrir um stund.

En hvað veit ég? Ég er ekki þú? Ég er bara að segja: það er unnt að gera gott úr þessu og læra af því.

Predikun lokið... oooh ég ætlaði mér svo aldeilis ekki að hljóma svona. Sorry?

Ingi Geir Hreinsson, 20.11.2007 kl. 22:30

4 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kolla mín. Ég samhryggist þér. En gott að þið gátuð komið ''heim''. Og ég skil að gott sé að koma ''heim'' aftur.

Ég segi oft að ef manni þykir gott að koma heim, þá á maður ansi gott líf. Alltof mörgum þykir ekki gott að koma heim. Eiga ekki heimili sem er griðarstaður. Knús til ykkar.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.11.2007 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband