Viltu ganga að eiga þennan mann sem við hlið þér stendur...

og ég sagði JÁ.

En það var fyrir 13 árum síðan sem við Hlynur gengum í hjónaband í Lágafellskirkju í Mosfellsbæ.  Yndislegur dagur þar á ferð sem mun lifa í minningunni alla tíð.  Það hefur mikið breyst síðan við giftum okkur við Hlynur.  Þá vorum við barnlaus (Jón reyndar á leiðinni) og okkur hefði aldrei dottið það í hug að einhverjum árum seinna yrðum við með þrjú börn búsett í Danmörku. 

Við höfum gert það að venju að gera okkur einhvern dagamun á brúðkaupsdegi okkar.  Í dag var engin undantekning á því.  Við fórum öll fjölskyldan á Jensens böfhus hér í Horsens og fengum okkur þríréttað.... ágætur matur en slök þjónusta.... en skemmtileg tilbreyting engu að síður. 

Setti nokkrar myndir í nýtt albúm..... annars sé ég ykkur á Íslandi á morgun (ég allavega sé Ísland á morgun)

Við hjónin á 13 ára brúðkaupsafmæli

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Kolbrún og Hlynur

Til hamingju með 13 árin.Sjáum ykkur á morgun

kv. mamma og pabbi

Mamma og pabbi (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 23:20

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Til hamingju með 13. árin. En VÁ hvað þetta er fljótt að líða. Sjáumst vonandi á skerinu. Góða ferð "heim". Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 12.11.2007 kl. 23:40

3 Smámynd: Anna Gísladóttir

Til hamingju með brúðkaupsafmælið

Anna Gísladóttir, 13.11.2007 kl. 10:19

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Innilegar hamingjuóskir með daginn elsku Kolla og Hlynur. Góða ferð til Íslands. Ég kveikti á kerti fyrir ykkur áðan. Kær kveðja frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 13.11.2007 kl. 10:54

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju, bæði tvö!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.11.2007 kl. 22:47

6 identicon

  Mér finnst Kolla eins og það hafi verið í gær sem þú varst að kaupa íbúðina á Grettisgötunni og við í BÍSN á leið í partý þar...en svo kom Hlynur og þá voru bara fleiri partý ekki síður skemmtileg.......Hjartanlega til hamingju með fyrstu 13 árin og megi þau vera óteljandi í viðbót. Ég votta þér Kolla mín samúð með afa þinn hitti Sissu í vikunni og hún sagði mér frá þessu. Kv. Ella

Elín Thorarensen (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband