Það er allt hægt

Já, ég komst að því í gærkvöldi að það er allt hægt... ÞAÐ ER HÆGT AÐ SLASA SIG Í KEILU.... Ég fór í gærkvöldi með kvennaklúbbnum hér í Horsens í keilu.  Við byrjuðum á því að fá okkur að borða í keiluhöllinni, hlaðborð... frábær matur, kalkúnabringur, rifjasteik, kjúklingur, allskonar tartalettur og meðlæti og salöt í tugatali....Ég valdi að vera á bíl í gærkvöldi þannig að matnum var skolað niður með kók, hehe

Eftir matinn var svo farið í keilu.  Nefndin var búin að raða fólki niður á brautir og gerði það þannig að það mátti engin þekkjast sem var að spila saman.  Ég var nú ekki alveg að fíla það í byrjun þar sem við Berta fórum saman á kvennakvöldið, en þrátt fyrir smá neikvæðni fannst mér þetta bara þrælgaman og kynntist þremur skvísum sem allar búa hér í Horsens.  Það er skemmst frá því að segja að spilaðar voru þrjár umferðir og ég náði að tapa þeim öllum.  Ég gerði margar misgóðar tilraunir til að hækka stigatöluna mína.  Í næstsíðasta skoti kvöldsins tók ég þvílíka sveiflu með kúluna að ég rann til á brautinni og skall all harkalega í gólfið með fótin undir mér...og þvílíkur sársauki, ég hélt að ég hefði brotið á mér fótinn.  Ég náði þó að standa upp, er óbrotinn en hef haltrað hér um í dag.... ég hef formlega tekið við af manninum mínum í haltri.  Það er þokkalega hægt að slasa sig í keilu.

Tók nokkrar myndir í gærkvöldi og eru þær í nýju albúmi

Ég og Berta á kvennakvöldi

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Ææ Kolla mín. En veistu....æfingin skapar meistarann. Þú verður orðin góð þegar við komum í heimsókn. Er ekki hægt að hafa mannbrodda undir keiluskóm?? bara spyr. Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 11.11.2007 kl. 23:30

2 identicon

 Flott hjá þér að byrja í æfingabúðum ,það styttist í keilumótið og ekki erum við Gummi byrjuð að æfa

Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 07:37

3 Smámynd: Rebbý

æj æj  borgaði þetta sig .....  hehehe  smá skot fyrir skotið þitt, einhver hrakfalla hrina að ganga yfir okkur núna greinilega   vona að þú jafnir þig fljótt

Rebbý, 12.11.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband