11.11.2007 | 22:38
Það er allt hægt
Já, ég komst að því í gærkvöldi að það er allt hægt... ÞAÐ ER HÆGT AÐ SLASA SIG Í KEILU.... Ég fór í gærkvöldi með kvennaklúbbnum hér í Horsens í keilu. Við byrjuðum á því að fá okkur að borða í keiluhöllinni, hlaðborð... frábær matur, kalkúnabringur, rifjasteik, kjúklingur, allskonar tartalettur og meðlæti og salöt í tugatali....Ég valdi að vera á bíl í gærkvöldi þannig að matnum var skolað niður með kók, hehe
Eftir matinn var svo farið í keilu. Nefndin var búin að raða fólki niður á brautir og gerði það þannig að það mátti engin þekkjast sem var að spila saman. Ég var nú ekki alveg að fíla það í byrjun þar sem við Berta fórum saman á kvennakvöldið, en þrátt fyrir smá neikvæðni fannst mér þetta bara þrælgaman og kynntist þremur skvísum sem allar búa hér í Horsens. Það er skemmst frá því að segja að spilaðar voru þrjár umferðir og ég náði að tapa þeim öllum. Ég gerði margar misgóðar tilraunir til að hækka stigatöluna mína. Í næstsíðasta skoti kvöldsins tók ég þvílíka sveiflu með kúluna að ég rann til á brautinni og skall all harkalega í gólfið með fótin undir mér...og þvílíkur sársauki, ég hélt að ég hefði brotið á mér fótinn. Ég náði þó að standa upp, er óbrotinn en hef haltrað hér um í dag.... ég hef formlega tekið við af manninum mínum í haltri. Það er þokkalega hægt að slasa sig í keilu.
Tók nokkrar myndir í gærkvöldi og eru þær í nýju albúmi
Out
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ææ Kolla mín. En veistu....æfingin skapar meistarann
. Þú verður orðin góð þegar við komum í heimsókn. Er ekki hægt að hafa mannbrodda undir keiluskóm?? bara spyr
. Hafðu það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 11.11.2007 kl. 23:30
Flott hjá þér að byrja í æfingabúðum ,það styttist í keilumótið og ekki erum við Gummi byrjuð að æfa
Guðný í Mosó (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 07:37
æj æj borgaði þetta sig ..... hehehe smá skot fyrir skotið þitt, einhver hrakfalla hrina að ganga yfir okkur núna greinilega
vona að þú jafnir þig fljótt
Rebbý, 12.11.2007 kl. 20:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.