London, here we come:)

Jæja, mér skilst að einhverjir séu farnir að bíða eftir ferðasögunni.  Hér kemur hún.  Á miðvikudaginn fóru strákarnir til ömmu sinnar og afa og við hjónin ætluðum að hafa það mest gott yfir sveittum hamborgara og Magna vöku áður en við færum í flug til London eldsnemma á fimmtudagsmorgunin.  Það er ekki oft  sem við hjónin fáum tækifæri til að vera bara tvö saman og ætluðum svo sannarlega að njóta þess í botn.  Við komum með matinn með okkur heim og kveiktum á sjónvarpinu og það var eins og við manninn mælt.... eiginlega FLASHBACK frá síðustu ferð til London (þeir skilja þetta sem eiga að skilja þetta).... Hlynur beit í hamborgarann eða allavega beikonið á hamborgaranum sem hefur trúlega verið ofurvel steikt og ein tönnin brotnaði bara hreinlega í tvennt.  Þá hófst baráttan við 118 að finna vakthafandi tannlækni sem við fundum svo loksins í Hafnarfirði þar sem tönnin var fjarlægð.  Tók ansi langan tíma, eiginlega lungan af kvöldinu þannig að það var ekki einu sinni pakkað almennilega um kvöldið, heldur farið að sofa og vaknað svo kl 3 um nóttina og klárað að pakka og komið sér út á flugvöll.  Vonandi þarf Hlynur ekki að taka mjög mörg próf í Englandi um ævina, ég er hrædd um að hann yrði þá bara tannlaus, ehhehe.

Ferðin út gekk vel.  Vorum 12 klst að komast á áfangastað, já eða reyndar 45 mín lengur en það því við villtumst í leit okkar að hótelinu og tókum góðan göngutúr áður en við fundum hótelið sem svo seinna kom í ljós að var aðeins í 3 mín fjarlægð frá lestarstöðinni. 

Hlyni gekk vel í prófinu að sjálfsögðu og náði því með stæl.  Var meira að segja boðin vinna í Birmingham....... Á meðan hann  þreytti prófið og fór á námskeið var ég bara alein í búðum og naut mín bara vel.  Fannst reyndar soldið skrýtið að fara ein að fá mér að borða í hádeginu, því er ég ekki vön, en ég var bara fljót að borða.  Ég náði að kaupa smotterí á strákana, bræddi ekkert út kortinu sko og svo þegar við hjónin hittumst svo um miðjan daginn fórum við út að borða og höfðum það gott, enduðum kvöldið á barnum og spiluðum. 

Ferðin heim var frekar skrýtin... það er að segja öryggisgæslan í London.  Ég hef bara aldrei upplifað svona mikla gæslu.  Það má ekki taka orðið neitt með sér í handfarangur lengur, ekki einu sinni litla NIKE bakpokan sem við vorum með.  Það var verið að taka af fólki tannkrem, linsuvökva, meik, vatn, varaliti, gloss... og allir kveikjarar voru fjarlægðir.  Ég var með belti á buxunum með svona einhverji silju á og var hrædd um að allt færi að pípa en beltið er fast á buxunum og var farin að sjá fyrir mér að þurfa að afklæðast inn í einhverju herbergi með fullt af öryggisvörðum, en nei ég slapp með þetta en aftur á móti var Hlynur þreyfaður í bak og fyrir.  Þegar við komum svo  loksins inn og í gegnum alla þessa öryggisgæslu, fórum við beint að fá okkur að reykja.  Það var frekar fyndið þar sem engin var með kveikjara, þeir voru allir teknir í eftirlitinu og fólk af allskonar uppruna frá ólíkum löndum skiptist á smiti á reyksvæðinu. 

En ferðin frábær, allt gekk upp sem átti að ganga upp og það var voðalega gaman að hitta strákana okkar aftur í gær. 

Deginum í dag höfum við svo eytt með fjölskyldunni, fórum í fimmtugsafmæli og svo heimsóttum við ömmu mína á spítalann.

Þar til næst.... verið góð við hvert annað

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband