1.11.2007 | 19:05
Hrekkjarvaka á danska vísu
Jæja, þá er hrekkjarvakan búin. Ég hef ekki tölu á þeim börnum sem bönkuðu hér upp á í gærkvöldi og sögðu SLIK ELLER BALLEDER (veit ekkert hvort ég er að skrifa þetta rétt:). Við fjölskyldan höfðum útbúið yfir 50 nammipoka fyrir hrekkjarvökuna og voru þeir bara dropi í hafið fyrir barnaskarann sem bankaði í gærkvöldi. Ég mátti því fara í skápana og finna meira nammi og endaði svo á því að gefa síðustu krökkunum litla rúsínupakka. En það er gaman af þessu og mínir stóru strákar voru alsælir með daginn og fengu fullt af nammi í poka frá nágrönnum í mosanum:)
Emil byrjaði á leikskólanum í dag. Ég get ekki sagt að það hafi gengið brilliant en það gekk mjög vel á meðan ég var á staðnum. Ég yfirgaf leikskólann í hálftíma og Emil grét mikið á meðan. Hann reyndar græddi það á því að gráta svona sárt að Hermann vinur hans fær að byrja með honum á leikskólanum á morgun:) Og það er þokkalega spennandi plan á morgun í leikskólanum, segi ykkur betur frá því á morgun.
Ég er ekki alveg viss um hvað mér finnst um leikskólana í Danmörku. Þeir eru gríðarlega ólíkir leikskólunum heima á Íslandi og því miður helst á neikvæðan hátt. Mér finnst alveg ferlega skrýtið að leikskólarnir bjóði ekki upp á mat, heldur eru öll börnin sem koma með nestisbox á morgnana til að borða upp úr í hádeginu (madpakken). Flest allir nestirpakkarnir innihalda það sama, danskt rúgbrauð með spægipylsu. Nú svo finnst mér gæslan ekki vera eins mikil og á Íslandi með krakkana, allt of fáir starfsmenn sem eru með þeim úti. En ég verð sjálfsagt að reyna að treysta leikskóla í Danmörku fyrir Emil mínum, þótt ég helst myndi bara vilja hafa hann heima hjá mér. Hann hefur þörf fyrir að vera með krökkum að leika sér og ég get ekki í eigingirni minni tekið það af honum...
Hér er Emil á leið inn í leikskólann í morgun með matarpakkann sinn....
Ég setti nokkrar nýjar myndir í nýtt albúm
Kolbrún
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það kemur eiginlega á óvart með leikskólann þar sem manni finnst Danir standa svo framarlega á þessu sviði. Við erum þá amk. betri í einhverju. En gaman að Hermann sé líka að byrja.
Kristbjörg Þórisdóttir, 1.11.2007 kl. 20:41
Ææ, vertu bara jákvæð Kolla....mundu FISKINN
. Þetta á eftir að ganga súpervel. Elsku Emil, gangi þér vel á leikskólanum og skemmtu þér
Guðmundur Þór Jónsson, 1.11.2007 kl. 21:25
oh þetta hrekkjavöku dæmi þitt minnir mig á fyrsta árið mitt í Grindó þar sem þar er hefð fyrir því að á þrettándanum koma krakkar og banka uppá og betla nammi (engin söngur, engin búningur, heldur bara bankað uppá og beðið um nammi)
þetta höfðu hvorki minn þá elskulegi unnusti né pabbi hans sagt mér svo ég var að verða nett pirruð á þessum biluðu börnum sem voru að betla heima hjá mér. 2 dögum seinna segja þeir mér þetta svo að ári síðar átti ég nokkur kíló af nammi, en var væntanlega þekkt sem leiðindaskjóðan í bænum milli þrettándanna
Rebbý, 1.11.2007 kl. 21:58
Kannski er þetta bara framar, auka sjálfstæði barnanna fyrr? Og þegar ég var í skóla þá var nú ekki matur. Vonandi er betri þjónusta á öðrum sviðum, sem mér heyrist vera.
Og hrekkjavakan, ég hef verið á solleiðis í Kanda og þá var bara poki sem allt var sett í og tekin lúkufylli fyrir krakkana. Ekki flækja þetta svona.
Ingi Geir Hreinsson, 1.11.2007 kl. 22:27
Já, það eru kostir og gallar við nýtt land. Þú fékkst að kynnast alvöru hrekkjavöku og sendir svo barnið þitt á lélegan leikskóla...(segi svona, þetta á pottþétt eftir að verða allt í góðu
) Galli er það allavega að þú nærð ekki hrekkjavökupartýinu annað kvöld, það verður svakalegt...
Tómas Ingi Adolfsson, 2.11.2007 kl. 01:31
Jæja Kolla mín en þetta kemur "gamla" leikskólakennaranum ekki á óvart, við hér á HINU kalda og blauta FRÓNI stöndum erum afar framanlega þegar kemur að leikskólamálum. En eins og Tommi bendir á "maður fær ekki allt". Gott að heyra að allt gengur vel. Kveðja frá Ellu.
Ella Thor (IP-tala skráð) 2.11.2007 kl. 19:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.