Kvennafrídagurinn

Í dag var kvennafrídagurinn hér í Horsens.  Kvennafrídagurinn felur það  í sér að Hlynur og Raggi eru í Horsens með börnin og við Berta förum með lestinni til Árósa í kvennaferð. 

Hlynur keyrði okkur Bertu upp á lestarstöð í hádeginu í dag.  Við komum á lestarstöðina í Árósum um eitt leytið og hittum þar Kiddu.  Við fórum svo þrjár saman og stormuðum niður strikið í Árósum til að hitta Gunnhildi og vinkonu hennar.  Ég kynntist Gunnhildi árið 1990 þegar við unnum saman á sambýli fyrir einhverfa á Sæbraut.  Við fórum svo líka að hluta til samferða í gegnum námið í þroskaþjálfaskólanum.  Við vorum óaðskiljanlegar um tíma og ég get ekki einu sinni reynt að nefna tölu um þau skipti sem við höfum málað bæinn rauðann saman á djamminu:)  Við höfum ekki verið í miklu sambandi síðustu ár og því var það kærkomið tækifæri að fá að hitta hana í dag og eyða deginum með henni (og auðvitað líka hinum stelpunum). 

ég og Gunnhildur

Við skoðuðum aðeins miðbæ Árósa í dag en mestum tíma eyddum við á kaffihúsi með góðan öl í hendi.  Frábær dagur... gaman gaman:)

Það var tvennt soldið fyndið sem kom upp á í dag á kvennafrídeginum...

Í fyrsta lagi fékk ég áfall þegar ég hljóp á klósett á lestarstöðinni í Árósum.  Ég var að þvo mér um hendurnar og er litið í spegilinn og það sem blasti við var ófögur sjón... það var jú ég sjálf en ég var græn... mér krossbrá og tók svo eftir því að hendurnar á mér voru líka grænar.  Ég fór að segja stelpunum frá þessu þegar ég kom fram... Berta hafði líka notað klósettið og tók ekki eftir neinu skrýtnu... en Kidda vissi sko alveg hvað klukkan sló... það eru sérstök ljós á klósettunum á lestarstöðinni sem gegna því hlutverki að sprautufíklar sjá ekki æðarnar í sér... þessvegna var ég græn.....  svona get ég nú verið saklaus:)

Hitt atvikið sem kom upp á í dag var þegar við Berta vorum á heimleið til Horsens.  Við stormum auðvitað í billetsalg á lestarstöðinni og ég ætla að taka númer til að kaupa lestarmiðann.  Berta ætlar að stoppa mig af , sagði að við værum ekki á réttum stað því við værum ekki að fara til Indlands..... ég hélt að ég myndi ærast úr hlátri.... Indland - Udland stóð á miðavélinni... innanlands eða erlendis semsagt.... en Berta var svo fljót á sér að hún ætlaði í einhverja aðra billetsalg, til Indlands færi hún ekki með mér.... Hún veit að ég set þetta gullkorn á netið og því er no hard feelings hér á bæ

Ég setti nokkrar nýjar myndir inn frá kvennafrídeginum

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir yndislegan kvennafrídag kerlur. Það var frábært að eyða deginum með ykkur :). Kær kveðja frá Kiddu.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.10.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Góða ferð til INDLANDS .

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.10.2007 kl. 22:31

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolla, ef ég hefði verið með þér þá værum við pottþétt á leið til Indlands, annað eins hefur nú gerst fyrir mig. En gaman hjá ykkur að hafa kvennafrí dag, og á hann ekki að vera einu sinni í mánuði?? Kolla, passaðu þig bara að vera ekki eftirlýst af Greenpeace. hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 30.10.2007 kl. 22:47

4 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Keypti ekki neitt:(  nema hjartakonfekt fyrir Hlyn

En naut dagsins samt sem áður mest

Kolbrún Jónsdóttir, 1.11.2007 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband