Klukkan breyttist í nótt

Já, um miðnættið í gær/nótt breyttist klukkan hér í Danmörku og varð aftur 23:00..... frekar skrýtið að upplifa þetta.  Í morgun var svo gengið á allar klukkur heimilisins og þeim breytt um klukkustund.  Þannig að í dag, munar einum klukkutíma á okkur hér og fólkinu okkar heima á Íslandi:)  Auðvitað vaknaði yngsti sonur á sama tíma og venjulega, hans líkamsklukka var ekki alveg að fatta að klukkan væri í raun bara 6 í morgun því venjulega vaknar hann kl 7 á morgnana og hann svaf ekkert minna í nótt en aðrar nætur. 

Við höfum átt sérlega rólegan dag í dag.  Húsið var þrifið hátt og lágt, skipt á rúmfötum hjá mannskapnum, húsbóndinn kíkti í skólabækurnar og Emilinn fékk að baka kornflexkökur til að hafa með kaffinu í dag.  Þvílíkt sem honum fannst það gaman.  Ég tók nokkrar myndir af honum í dag við bakstursstörfin og setti í nýtt albúm.

Emil glaður með sunnudagskaffið

Á morgun hefst ný vinnuvika.... hjá flestum allavega....NEMA MÉR.  Mikið svakalega finnst mér skrýtið að vera ekki að vinna á daginn.  Mikið svakalega finnst mér skrýtið að vakna á morgnana og sinna húsmóðursstarfinu í stað þess að græja mig í vinnuna.  Og vitið þið hvað... ég er ekki alveg að fíla það að vera svona mikið heima.  Auðvitað er ég ánægð með að heimilið mitt er hreint og engin þvottur safnast í þvottakörfuna... en breytingin er mikil fyrir mig.  Kannski sakna ég bara vinnunnar minnar í Hólabergi.  Ég held að Hólaberg sé besti vinnustaður sem ég hef unnið hjá og ég kvaddi hann með miklum söknuði.  Ég er enn aðeins með hugann við vinnuna mína í Hólabergi.  Tildæmis þegar ég vaknaði á föstudaginn þá var það fyrsta sem ég hugsaði, hmm föstudagur, þá þarf að fara í bónus fyrir Hólaberg og versla fyrir vikuna..   frekar sjúkt...  Það sem gerði vinnuna mína í Hólabergi svona skemmtilega voru auðvitað fyrst og fremst krakkarnir sem voru þar, og starfsfólkið er alveg í algerum sérflokki.  Ég innilega vona að ég fari aftur að vinna í Hólabergi þegar ég er búin að fá útlandareynsluna mína í sarpinn....  og ég veit að sumir af mínum fyrrum vinnufélögum fylgjast með mér í Horsens og ég segi bara  við þá.... I miss you guys:)

Nóg í kvöld

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

I MISS YOU TOO!! Já, veistu þetta er dáldið sjúkt að hugsa um Hólabeg í Danaveldinu...en ég skil þig. Flottar myndir. Til hamingju með klukkútímann. Eigið þið góða viku. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband