27.10.2007 | 19:11
Halloween misskilningur
Í Danmörku er haldið upp á hrekkjavöku, þó skrýtið sé. Ég held að Danir séu ekki þekktir fyrir að taka upp siði frá Bandaríkjamönnum. Auðvitað er hrekkjarvakan hér í mun vægara formi en hún er haldin í Bandaríkjunum en samt sem áður er haldið upp á hana hér. Okkur var sagt í síðustu viku að passa okkur á því að eiga nammi um helgina, því að haldið yrði upp á hrekkjarvökuna í Mosanum nú í dag. Einnig hafa skapast umræður á vef íslendingafélagsins um að hrekkjarvakan hafi átt að vera í dag í Mosanum, jafnvel þótt að í raun sé hrekkjavakann á næsta miðvikudag samkvæmt dagatalinu.
Við settumst því niður fjölskyldan í morgun og útbjuggum nammipoka til að gefa þeim börnum sem myndu banka hér upp á - ekki viljum við fá hrekkinn takk:) Strákarnir höfðu virkilega gaman af því að setja nammið í poka og skreyta pokana. Það varð reyndar soldil rýrnun á namminu vegna þess að Emil hélt að hann þyrfti að prufukeyra alla molana áður en þeir rötuðu í pokana. Það skal tekið fram að engir molar eru þó prufukeyrðir sem eru í pokunum, tihi
En til að gera langa sögu stutta, þá var engin hrekkjarvaka í mosanum í dag. Soldil vonbrigði, sérstaklega hjá miðsyni.... en hrekkjarvakan verður trúlegast bara á miðvikudaginn eins og samkvæmt dagatalinu. Þeir hafa þá eitthvað til að hlakka til og nammipokarnir skemmast ekki inn í búri:)
Við fjölskyldan fórum í dag til Árósa í heimsókn til Kiddu. Hún bauð okkur í snilldar kjúklinga fajitas og áttum við mjög skemmtilegan dag með henni í dag.. kærar þakkir fyrir okkur elsku Kidda. Hlakka til að hitta þig næst í leynivinaleiknum okkar, hehe
Annars fátt markvert héðan frá okkur meira... en ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm.
Njótið og góða helgi
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Æ æ, var svo ekkert Halloween...
þið eigið það þá inni bara. Takk fyrir komuna og alla hjálpina enn og aftur. Svíf á bleiku þráðausu SMART skýi
.
Kristbjörg Þórisdóttir, 27.10.2007 kl. 19:48
Hlaut að vera Kolla......ég var búin að gera nammi klárt fyrir daginn áður en ég fór í vinnu en svo sagði Raggi þegar ég kom heim áðan að það hafi bara enginn komið:) Ég er bara ánægð með að þetta er á miðvikudaginn, þá get ég verið viðstödd þegar krakkarnir koma
Berta María (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 20:50
Jæja, þá eruð þið bara til búin að pokana í dyragættinni. Skrítið að Danir skuli halda upp á Halloween, hefði ekki dottið það í hug. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 28.10.2007 kl. 06:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.