Í leikskóla er gaman... þar leika allir saman

Jæja, nú höfum við góðar fréttir.  Við fórum í dag og heimsóttum leikskólann sem við sóttum um fyrir Emil á.  Gerðum ekkert boð á undan okkur, prófuðum bara að fara þangað.  Við fengum mjög góðar móttökur á leikskólanum og núna í dag fann ég strax fyrir öryggi þegar ég skoðaði leikskólann og sérlega gott viðmót starfsmanna.  Ég spurði hvernær Emil myndi fá að byrja á leikskólanum en leikskólastjórinn kannaðist ekki við að hann væri kominn inn í kerfið hjá þeim.  Ég auðvitað panikaði og hélt að kommúnan hefði eitthvað klúðrað umsókninni hans... en leikskólastjórinn bað okkur aðeins um að bíða á meðan hún myndi hringja í kommúnuna og kom svo með góðar fréttir handa okkur.  Emil má byrja á leikskólanum í næstu viku... 1. nóvember, sem er bara frábært.  Verst er að Hermann vinurinn byrjar ekki fyrr en 1. des en Emil verður bara að læra að lifa með því.  Hann getur þá kennt Hermanni á leikskólann vonandi þegar hann byrjar:)

Emil og Hermann fyrir utan leikskólan

Við fáum að vita meira á morgun á hvaða deild Emil verður á leikskólanum, en trúlega verður hann á svokallaðri radísudeild með Hermanni og við vitum af einum íslenskum strák þar í viðbót.  Ef ekki, þá eru íslenskir strákar á öðrum deildum líka.... nú svo væntanlega lærir litla barnið mitt dönskuna fljótt og þá getur hann nú vonandi farið að leika sér með dönsku strákunum (eða stelpunum hehe).

Annars er allt fínt að frétta hjá okkur hér í Horsens.  Dagarnir fljúgja áfram, alltaf nóg að gera.  Ætli ég komi mér allsstaðar í þá aðstöðu að hafa mikið að gera?  Er þetta eitthvað sem ég hreinlega nærist á?  Maður spyr sig.

Við Berta fórum í gær í bíltúr til Skanderborgar sem er í um 20 km fjarlægð frá Horsens og NB ég keyrði og er þetta sú lengsta bílferð sem ég hef keyrt á erlendri grund... þurfti reyndar ekki að fara hraðbrautina en mér gekk bara ágætlega að keyra.   Á morgun er svo fyrirhugað að fara til Árósa en hún Kidda er búin að bjóða í mat...

Læt heyra í mér ....  kannski annaðkvöld

Kolbrún out

PS.... nokkrar nýjar myndir í nyju albúmi frá því síðustu daga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

'I sambandi við uppskriftir af kjúklingaréttum getur þú farið inn á holta.is

Hafið það sem allra best .  kv. mamma og pabbi.

Mamma (IP-tala skráð) 25.10.2007 kl. 21:08

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Glæsilegt að Emil byrjar 1.nóv. Hann verður fljótur að ná dönskunni....don't worry be happy. Gott hjá þér Kolla að hafa náð að keyra 20km, efast um að ég gæti það. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 26.10.2007 kl. 06:50

3 identicon

Hæ spennandi að fylgjast með leikskólagöngunni hjá drengjunum. Frábært hjá ykkur að kíkja í heimsókn. 

Varðandi uppskriftir þá eru fínar uppskriftir á  www.isfugl.is ...

Laugardagskveðja ,

Gunna og Co.

GUNNA (IP-tala skráð) 27.10.2007 kl. 11:54

4 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Takk fyrir komuna Kolla mín, virkilega gaman að fá ykkur .

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.10.2007 kl. 14:36

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Æ Kolla mín, hef greinilega ekki lesið bloggið þitt nógu vel undanfarið... hefði kannski sleppt því að hafa KJÚKLINGA fajitas ef ég hefði lesið það almennilega . Sorry elskan...

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.10.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband