Gaggalagú Gaggalagú

Chicken_-_Cartoon_2  Sjáið hvað hann er hræddur?  Ekki nema von, því að kjúklingar eru í útrýmingarhættu hér í Danmörku eftir að við fjölskyldan fluttumst hingað.  Kjúklingur er með því ódýrasta í búðunum hér.  2 kíló af kjúklingabringum á 80 kr danskar er það besta sem ég hef fundið....en auk þess er hægt að kaupa hér 5 heila stóra kjúklinga (yfir 2 kg stykkið) á 100 kr danskar....vona samt að við fjölskyldan verðum ekki farin að gagga þegar yfir líkur. 

Við höfum því haft kjúkling að meðaltali annanhvern dag hér á heimilinu og hef ég reynt að sinna húsmóðursskylu minni eins vel og ég get og matreitt kjúklinginn á mismunandi vegu.  En það eru takmörk fyrir hugmyndaflugi mínu í matargerð á kjúkling... ég leyfi mér að lýsa eftir hugmyndum frá ykkur kæru bloggvinir að góðum og einföldum uppskriftum af kjúkling.  Læt það samt fylgja með að úrvalið hér í dönsku búðunum af sósum og svoleiðis til að nota í uppskriftirnar eru að mun skornari skammti hér en heima á Fróni.

Annars er allt fínt að frétta af okkur hér í Danmark.  Við erum nú orðin lögleg í landinu og öll komin með nýjar kennitölur.  Hér fá allir skírteini með kennitölunni sinni og eru þessi skírteini notuð í allar læknaheimsóknir, í apótekum og fleira.  Samt pínu skrýtið að flétta sjálfri sér upp í þjóðskrá á Íslandi og kemur bara nafnið mitt og heimilisfangið er Danmörku.  Ég held að ég sé ekki ennþá alveg búin að fatta þessa breytingu....

Það er kalt í Danmörku núna..... svo kalt að ég er farin að nota úlpuna mína, þið vitið þessa gulu, hehe.  Hlyni finnst reyndar gott að ég noti gulu úlpuna mína þegar við förum í búðina saman, það er ekki hægt að týna mér í búðinni þegar ég er í úlpunni góðu.  Held reyndar að hann sé guðslifandi fegin að ég skildi gulu skóna eftir heima á Íslandi.

En þar hafið þið fréttir dagsins

Muna eftir kjúklingnum:)

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Það er alveg geðveikt gott að taka kjúklingabringur (uppskriftin er reyndar ætluð fyrir kjúklingaleggi en má samt alveg nota bringur)  og setja í eina skál barbecue  sósu og í aðra skál mulið paprikusnakk (eða annað snakk sem ykkur finnst gott) og rifinn ost og blanda saman.  Síðan er kjúklingnum velt upp úr barbecue sósunni og síðan snakk og ostablöndunni og sett í eldfast mót og inn í ofn á ca 180 gráður þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn ( ca 45 mínútur).  Gott að bera fram með fersku salati og fetaosti og gratineruðum kartöflum.  Sendi þér fleiri uppskriftir fljótlega.  Ætla að skanna eitthvað inn úr kjúklingauppskriftabokinni og senda þér.  Kjúlli nammi namm.  væri sko alveg til í að borða endalaust kjúkling.

Helga Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 18:54

2 identicon

Verði ykkur að góðu. Mamma þín hlítur að lúra á nokkrum uppskriftum síðan allir í fjölskildunni voru á kjúklingafæði  KV Erla

Erla (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 18:59

3 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Ég á pottþétt eftir að prófa þessa uppskrift Helga mín... okkur hér í Danaveldinu líkar einstaklega vel barbeque sósa og uppskriftin hljómar mjög vel... Læt þig vita hvernig smakkaðist:)   Takk fyrir þetta

Kolbrún Jónsdóttir, 23.10.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Ég er með vatn í munninum eftir tillögu Helgu, nammi nammi namm. Kolla, eitt orð - Krydd.

Ingi Geir Hreinsson, 23.10.2007 kl. 20:14

5 identicon

Hvað ertu að elda , kannski kjúkling??? Þetta spurði nágrannakona okkar í Svíaríki húsmóðurina á síðustu öld þannig að ég kannast við þetta.   Að sama skapi er kjúklingur oftar á borðum okkar Frónverja þrátt fyrir að við þurfum að borga SLATTA fyrir.  Reyndar komu nágrannafrændurnir í mat um helgina og yngri frændinn hafði sagt að hann færi bráðum að gagga svo  nágrannnafrændi og nágrannafrú fóru og keyptu...lambakjöt.. Hét reyndar lengi vel LANDAKJÖT hjá einkadótturinni. kv. G

 kveðja, G

Gunna (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:10

6 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

TIKKA MASALA!! Kjúklingabringur skornar í bita og steiktar, Tikka Masala sósan er sett út á (Butter- sósan er verri) Svo er hægt að hafa hrísgrjón og smábrauð með. Kolla þetta er rétturinn sem þú fékkst þegar ég átti afmæli..mannstu ekki? ÞÚ LÉST MIG ELDA!!! THEY BIRTHDAY BOY....MÚhahahaha. Ég get ekki beðið eftir að sjá þig í gulu úlpunni sko.....er að hlæja smá núna...i love you.

Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 23.10.2007 kl. 22:17

7 Smámynd: Vilborg

Verð að hitta á þig á msn og þá færðu nóg af uppskriftum....reyndi að senda á hotmail en það tókst held ég ekki :o(

Vilborg, 24.10.2007 kl. 00:23

8 identicon

Kolla mín ,alltaf gaman að lesa þig. 

"hvaderimatinn.is" er með heilmargar kjúklingauppskriftir

kveðja

Þóroddur (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband