Fríið búið:(

Jæja, þá er komið að síðasta kvöldi í vetrarfríinu hjá strákunum mínum.  Þeir byrja allir aftur í skólanum í fyrramálið eftir 10 daga frí.  Það verða viðbrigði fyrir mig að verða allt í einu alein á daginn með Emilinn minn.... en það verður að venjast eins og annað.  Við höfum átt frábært frí saman og búin að gera heilmikið saman á þessum dögum.  Þannig að ég fer endurnærð inn í rútínuna aftur og vonandi strákarnir mínir líka.  Heimanámið unnið og nestisboxin komin full inn í ísskáp.. heimilislegt?

Ég get svo sem ekki sagt að við höfum verið einmanna hérna í Horsens.  Hér hringir síminn og dyrabjallan alla daga, ekki ólíkt því sem var í Jöklaselinu.  Ég kallaði Jöklaselið stundum umferðarmiðstöðina og mér sýnist stefna í það sama hér á Ranunkelvej.  Ég er bara glöð með það, enda myndi maður sjálfsagt kvarta ef engin kæmi í heimsókn.  Við erum búin að kynnast tveimur yndislegum hjónum sem búa hér í Horsens og auk þeirra eru Raggi og Berta í næstum því næsta húsi sem er bara best í heimi.  Auðvitað er dyrabjallan næstum alltaf til strákanna en það er bara frábært.

Eitt sem hefur setið ærlega í mér síðan í gær.  Hún Þórunn sem við heimsóttum í gær fór að segja okkur frá einhverri skógarlús.  Skógarlúsin getur fest sig við mann, hún er svo sterk að ekki er hægt að drepa hana með því að kremja hana.  Ef maður lætur ekki taka lúsina af sér ef hún hefur grafið sig fasta í húðina innan 24 klst, þá getur það haft vondar afleiðingar.  Til að mynda fékk einn fréttamaður hér í dk þessa lús og gerði ekkert í því fyrr en of seint og hann lamaðist.... grínlaust, þá hefur mér klæjað í allan dag... en kláði eru eina einkennið ef maður fær þessa skógarlús....  ég er hreinlega með þetta fast í hausnum á mér, veit samt að ég er ekki með neina skógarlús þótt mig klæji, vegna þess að mig klæjar allsstaðar muhahaha

En ég ætla að fara að sofa í hausinn á mér

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolbrún, viltu gjöra svo vel og drífa þig til læknis NÚNA!!!! Annars kem ég syndandi og fer með þig sjálfur!! Glætan að ég komi til DK nema að vera í geimverubúning..Halelúja. En gaman að dyrabjallan er alltaf á fullu...farið þið stundum ekki að sofa með ding-dong FAST í höfðinu?? eða eruð þið kannski vön.

Hafið það gott og gangi þér vel með rútínuna. knús knús.

Guðmundur Þór Jónsson, 22.10.2007 kl. 00:01

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ertu ekki að tala um blóðsugurnar sem fasta sig við mann? Þessi skógarlús finnst alls staðar og sest mikið á t.d. ketti og hunda en getur líka fest sig við fólk (t.d. börn ef þau velta sér mikið í grasinu). Málið er að fjarlægja þessar blóðsugur með því að snúa þær af (ekki kippa því þá verður hausinn eftir). Einnig er hægt að fá í búðum sérstakt tól til að klípa þær af. Ég sá svona í hjónarúmi í Svíþjóð þar sem hún hafði komið inn með ketti og hún var RISASTÓR. Þær eru fyrst litlar og svo stækka þær með því að drekka fullt af blóði....namm

Berta María Hreinsdóttir, 22.10.2007 kl. 07:43

3 identicon

Við Guðrún þekkjum þessi kvikyndi (ganga undir nafninu fasting í Svíþjóð og hard ticks í US) og finnast helst í háu grasi og skóglendi. Þannig að ef þú vilt losna við þetta er best að láta börnin ekki vera að leika sér við slíkar aðstæður.

Ég held að eftirfarandi setning segi allt sem segja þarf, "Ticks are second only to mosquitoes as vectors of human disease both infectious and toxic." 

Á linknum eru allar upplýsingar um þessi kvikyndi, sem og myndir um hvernig húðin verður þegar kvikyndið hefur borað hausnum undir húðina.

Óskar (IP-tala skráð) 22.10.2007 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 81
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 311541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband