20.10.2007 | 19:03
Sveitasæla
Skemmtilegir dagar að baki. Við eyddum gærdeginum í Þýskalandinu og gærkvöldinu í heimabakaðri pizzu með Bertu og Ragga.... skolað niður með einni rauðvín.
Í dag fórum við svo í sveitina í heimsókn til Emma og fjölskyldu hans. Þau eiga heima í Hedensted sem er á milli Horsens og Vejle. Við fengum frábærar móttökur í sveitinni, nýbakaðar kökur og kruðerí og flottan félagsskap. Þórunn og Steinar búa eiginlega á sveitabæ í Hedensted. Þau eru með hund sem heitir Max og hann er Labrador hundur... vá hvað ég var hrædd við hann, en kemur ekki á óvart svosem. Í þetta eina skipti sem hann kom nálægt mér tók ég fyrir andlitið og öskraði... gestgjafarnir sáu til þess að MAX kæmi ekki nálægt mér aftur í dag. Á bænum búa líka tvær kanínur og tveir íslenskir hundar. Og ekki má svo gleyma eplatrénu sem þau eru með í garðinum, en við fengum einmitt nýbakaða eplaköku í dag með eplum beint af trénu. Ég hef aldrei séð eplatré áður, greinilega ekki veraldarvön... en hjónin sem búa við hliðina á Þórunni og Steinari gáfu okkur fullan poka af eplum beint af trénu áður en við fórum aftur heim. Mjög skemmtilegur dagur hjá okkur semsagt í dag. Við tókum svo Emma með okkur heim til Horsens og ætlar hann að gista hjá Hafsteini í nótt. Endalausir næturgestir hér, því í gærkvöldi fékk Sólon vinur hans Jóns Inga að gista.....
Ég setti inn fullt af nýjum myndum í nýtt albúm
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
- Jonginn
- Hafsteinn Hlynsson
- Berta María Hreinsdóttir
- Ragnar Hermannsson
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Guðmundur Þór Jónsson
- Ingi Geir Hreinsson
- Helga Jónsdóttir
- Rebbý
- Ferðablogg
- Sandra
- Tómas Ingi Adolfsson
- Anna Gísladóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Vilborg
- Guðborg Eyjólfsdóttir
- Jorge Eduardo Montalvo Morales
- Magnús Helgi Björgvinsson
- .
- Kristbjörg Þórisdóttir
- Aþena Marey
- Brynja Sól
- Árni Birgisson
- Dofri Örn
- Mamma
- Bríet
- Stefán Ingi Guðjónsson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Vilhjálmur Óli Valsson
- Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.11.): 81
- Sl. sólarhring: 120
- Sl. viku: 250
- Frá upphafi: 311541
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Glæsilegur dagur hjá ykkur. Sé þig fyrir mér að halda fyrir andlitið og öskra. Ég væri sko alveg til í eplaköku..mmmmmmm....og rjómi. Kmeur ekki á óvart að það var rauðvín á boðstólnum í gær....maður þekkir sitt heimafólk. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 20.10.2007 kl. 19:48
finn til með þér með hræðsluna við hunda, mér finnst þeir æðislegir en ekki hafa lausa fugla nálægt mér þá bilast ég.
Bestu kveðjur af klakanum, gott að sjá að þið eruð að njóta DK
Rebbý, 21.10.2007 kl. 11:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.