Kónguló, kónguló, vísaðu mér á berjamó

Ég hef nú reyndar ekki séð nein berjalyng hér í Danmörkunni, en nóg er af kóngulónum hér.  Ég vissi bara hreinlega ekki að það væru til svona margar kóngulær.  Þær eru hreinlega allsstaðar og spinna vefi sína á meðan ég sný mér við.  Við viljum ekki fá þessar kóngulær inn til okkar og því er tuskan á lofti hér allan daginn... ryksuga, skúra og þrífa.... samt koma þær inn.  Hlynur drap eina risastóra í gær með skónum sínum, og ég er ekki að grínast það spýttist gulur vökvi og mikið af honum út úr henni.. ojjjjj.

við heimilisstörfin

Það er engin sem kemst hjá því að vinna heimilisverkin hér....meira að segja byrjað að þjálfa yngsta son upp í því.  Finnst ykkur hann ekki taka sig vel út með ryksuguna?

En svona án gríns... ég vildi að ég gæti tekið mynd af kóngulóarvefnum hér í limgerðinu.... þegar það hefur komið smá dögg, þá sér maður vefina svo vel... þeir eru í öllum limgerðum og í öllu limgerðinu... krípí....  kóngulóarvefirnir eru meira að segja inn í bílnum hjá okkur, á milli garðstólanna okkar, allsstaðar.  Hlynur er alltaf að lenda í því að þurrka kóngulóarvef framan úr andlitinu á sér, hann virðist greinilega sérfræðingur í því að labba á vefina....

Þýðir þetta að það verður harður vetur í Danmörku?  

Kolbrún out

ps... var aðeins að leika mér með myndavélina í dag og setti inn nokkrar grallaramyndir af sonunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  Svo það er stríð gegn kóngulóm!!!! í Horsens.  Við áttum við þetta vandamál að stríða í Grafarvoginum.    Nágrannar okkar fyrrverandi eitruðu fyrir þessum óboðnu gestum... En þetta er nú líklega í við meira. ? hvort að komandi gestir taki með sér hinn margrómaða BANA 1,2, 3 o.s.frv.  kveðja, Gunna

Erla segir:  Elsku Jón Ingi, Hafsteinn, og Emil má ég koma í heimsókn (sofa) og fara í LEgoland næsta sumar. 

 vinkonu kveðja, Erla og Guðrún

Gunna (IP-tala skráð) 18.10.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

Elsku Erla Björg:)  Þú ert sko velkomin í heimsókn til okkar næsta sumar.  Við getum farið í Lególand og í tívolí líka.  Það verður rosalega gaman hjá okkur:)

Kolbrún Jónsdóttir, 18.10.2007 kl. 19:47

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Hæ hæ. Djö viðbjóður. Ég gæti ekki sofið sko, ég var gragandi alla nóttina...fara köngulær ekki ef þær heyra GARG. Vonandi er hægt að útrýma þessu í Horsens. Hafið það könglulóa gott...thíhí.

Guðmundur Þór Jónsson, 18.10.2007 kl. 22:12

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Mér líst nú ekkert á þetta hjá ykkur, ekki var þetta svona í Kanada þegar ég var þar.

Ingi Geir Hreinsson, 19.10.2007 kl. 10:22

5 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Mér fannst ég vera að kafna úr köngulóarvef í Grafarvoginum en þetta er MARGFALT verra!!!  Samt er þetta aðeins farið að skána, ég þarf t.d. ekki að labba í gengum marga vefi í hurðinni núna á morgnana eins og aumingja Hlynur lenti alltaf í. Í morgun kl hálf 7 var 2ja stiga frost úti þannig að greyin hljóta nú að fara bráðum....og þá vefirnir líka

Gunna mín.....viltu skila stóru knúsi til Erlu frá mér

Berta María Hreinsdóttir, 19.10.2007 kl. 16:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 81
  • Sl. sólarhring: 120
  • Sl. viku: 250
  • Frá upphafi: 311541

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband