Silkiborgar dagur

Við fjölskyldan skelltum okkur til Silkiborgar í dag.... rúmlega hálftíma keyrsla héðan frá Horsens og mig hefur langað til að sjá Silkiborg síðan ég kom hingað í sumar.  Ég hef tekið þá afstöðu til málanna að nota þessi ár í Danmörku vel til að skoða mig um, það eru svo margir staðir bæði hér í Danmörku og í nágrannalöndunum sem mig langar að skoða, á meðan tækifærið býðst.

Bræður í Silkiborg

Það var alveg frábært að keyra til Silkiborgar í dag.  Jane (við skýrðum gps tækið okkar Jane) lét okkur nefnilega ekki fara út á hraðbrautina til að fara til Silkiborgar, heldur fengum við að keyra þangað á venjulegum vegi.  Það er alveg ný upplifun og í raun miklu skemmtilegri.... maður fer aðeins hægar yfir en það er svo miklu meira að sjá.  Maður fær tækifæri til að keyra inn í alla þessu litlu bæi sem ég vissi ekki að væru til.....og sjá mismunandi menningarsamfélög í leiðinni.  Og gróðurinn og trén á leiðinni... alveg eins í póstkorti bara.

Við skelltum okkur beint í miðbæinn í Silkiborg..... göngugatan var það heillin..... skoðuðum okkur um í Silkiborg og mikið langaði mig að finna gosbrunnana sem mamma var að segja mér frá um daginn... mamma, þú kannski kommentar nú einu sinni hjá mér til að segja mér hvernig ég á að finna þessa fallegu gosbrunna næst þegar við keyrum til Silkiborgar????  Ég veit nefnilega að mamma mín les bloggið á hverjum degi, nú er spurning hvort hún taki áskoruninni Cool

Ég tók nokkrar myndir í dag í Silkiborg og sýnishorn af þeim er í nýju albúmi.... ætli ég fari ekki að sprengja albúmakvóta moggabloggsins, hehe

Kveð í kvöld....  viðfangsefni kvöldsins er að búa til barnabók með elskulegum manninum mínum

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rebbý

líst vel á hana Jane ykkar, það er miklu skemmtilegra að keyra um utan hraðbrautanna svo maður sjái fleiri staði og kemur oftar en ekki fyrir að maður detti niður á skemmtilega hluti í leiðinni.
nýtið tækifærin vel meðan þið eruð í DK og keyrið um Evrópu.

Rebbý, 21.10.2007 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 41
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 210
  • Frá upphafi: 311501

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband