Dagur endurfunda

Í dag var loksins dagur endurfunda hjá Hafsteini mínum og Emma sem er æskuvinur hans, fyrsti alvöru vinurinn hans.  Emmi býr hér í Danmörku, rétt hjá okkur og var það kærkomið fyrir Hafstein að endurnýja kynnin við hann.  Þau komu hér í dag öll fjölskyldan hans í kaffi og sáust þeir vinirnir ekki allan timann nema rétt á meðan þeir kyngdu kökunni niður.  Virkilega skemmtilegur dagur í dag:)  Við erum búin að ákveða að fara og heimsækja Emma og fjölskyldu um næstu helgi og hlakkar Hafstein mikið til helgarinnar..... þeir eru jafnvel að plana næturgistingu.... já, það er gaman að vera 10 ára.

Hafsteinn með þeim félögum

Annars er það að frétta af kommúnumálum að við fórum þangað aftur í dag.... við erum komin með danska kennitölu loksins.  Emil er búin að fá vilyrði fyrir leikskólaplássi þann 13. nóvember en það er meðalbiðtími á leikskóla í danmörku - 4 vikur.  Ekki kallar maður það nú langan biðtíma.  Emil fer ekki á leikskólann við Fussingsvej eins og við vorum búin að ráðgera.  Helsta ástæðan er sú að leikskólinn sá er lokaður vegna breytinga og engin ný börn tekin inn þar fyrr en í fyrsta lagi í febrúar.... ég held að hann Emil minn verði orðin ansi þreyttur á mömmu sinni í febrúar....  þannig að við sóttum um annan leikskóla sem er í Emils Möller gade sem er í miðbænum.... og þar fékk hann inni.  

Í dag er Emil búin að vera að byggja leikskólann sinn úr legókubbum aftur og aftur.... hann hlakkar svo til að byrja þar.... Hann hefur líka verið að búa til leikskólann hans Hermanns, en Hermann fer á sama leikskóla.  Það er samt smá misskilningur hjá mínum manni... hann býr til eitt hús úr kubbum sem hann kallar Emils Möller gade og svo annað við hliðina á sem heitir Hermanns Möller gade... bara sætt:)

Ég setti nokkrar nýjar myndir inn í nýtt albúm í kvöld og býð góða nótt

Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Til hamingju með kennitöluna og leikskólaplássið, bara sætt hjá þér Emil að byggja leikskóla. Rosalega gaman hjá Hafsteini og Emma að þeir skulu finna hvorn annan. Hafsteinn skemmtu þér rosalega vel með Emma. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 17.10.2007 kl. 00:28

2 identicon

Sæl þið öll!

Við þroskaþjálfar hittumst í Keflavíkinni í gærkvöldi, ein óléttufrétt eða kannski aprílgabb er það ekki það sem allir vilja heyra.  Guðrún Lilja og Þór eiga von á barni 1. apríl.  Annars mikið skrafað og borðað í gærkvöldi.  Hér er að verða ansi kalt bæði á daginn og kvöldin.  Vonandi hafið þið það gott úti, kveðja Laxakvíslargengið.

Ella Gísla (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 122
  • Sl. viku: 169
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband