10.10.2007 | 20:10
Komin í netsamband aftur
Halló Halló
Hafið þið nokkuð saknað mín, hehe.... I am back, komin í netsamband aftur og þá í leiðinni fæ smá þef af umheiminum again.
Við höfum í gær og í dag verið á fullu að koma okkur fyrir í nýja húsinu okkar og með góðri aðstoð frá Bertu og Ragga erum við held ég aðeins farin að sjá fyrir endan á þessu. Kössunum fer fækkandi og þeir kassar sem eftir sitja eru þessir týpisku kassar sem engin nennir að taka upp úr. Sjáum til hversu dugleg ég verð á morgun.
Við höfum það mjög gott hér.... strákarnir eru komnir á fullt í skólanum og líður bara vel.... þeir eru báðir búnir að eignast vini, bæði skólavini og Mosavini.... samt soldið skrýtið að heyra svona mörg ný nöfn og hætta að heyra Halldór, Birgir, Viktor og svo framvegis.... börn eiga auðvelt með að aðlagast, það er nokkuð ljóst. Ég hef keyrt strákana í skólann þessa vikuna og sótt þá líka.... ég þarf aðeins sjálf að treysta umhverfinu áður en ég sendi þá með skólabílnum.... enda finnst mér bara fínt að fá að sækja þá á daginn. Hafsteinn byrjaði svo í íslenskuskólanum í dag en hann er starfræktur í skólanum og það er íslenskur kennari sem kennir krökkunum einu sinni í viku. Honum fannst mjög gaman í íslenskutímanum, sérstaklega þar sem hann fékk að vera með íslenskum félögum sínum í tímanum.... hann var ekki alveg eins ánægður með kennarann sinn, ástæðan er sú að hann fékk heimanám. Þeir sem til okkar þekkja vita að Hafsteinn minn er soldill sófamaður og heimanám er ekki í miklu uppáhaldi hjá honum. Í morgun hringdi Jón Ingi í mig úr skólanum.... sagðist vera í leikfimi og að fyrirmælin í tímanum hafi verið að hlaupa 5 km og hann héldi að hann væri villtur.... móðurhjartað tók kipp, ég hann var allavega fundin áður en stuttu símtali lauk. Það er mikil hreyfing í skólanum hjá strákunum.... til að mynda á föstudaginn er sérstakur hreyfidagur og þá veit ég að Jón Ingi á að hjóla 10 km hring... hann hlakkar bara til.
Þegar ég náði í strákana í gær, fór ég að heyra svo skringilegt hljóð, alveg eins og það væri verið að bora eitthvað undir götunni, get ekki lýst því betur... ég ætla ekki að segja ykkur hvað ég hugsaði, þið mynduð gera grín af mér.... en allavega ég heyrði þetta hljóð svo aftur. Þá fattaði ég hvaðan hljóðið kom.... þetta var sko ekkert smá hátt hljóð. Ef þú heldur þig ekki á götunni og á þeim hluta götunnar sem er ætlaður bílum er rönd í götunni sem gefur frá sér þetta svakalega hljóð og tilgangurinn er að vekja þá bílstjóra sem hugsanlega hafa dottað undir stýri og á leiðinni útaf. He he..... ég hlýt að vera afar slakur bílstjóri, því svo mikið veit ég að ég var ekki að sofna undir stýri.
Nú ætla ég að láta staðar numið í kvöld... framhald fljótlega.... smartsíminn okkar er ekki komin í lag, hann verður vonandi tengdur á morgun.
Pís out
Kolbrún
PS.... Gunna, Óskar og Erla Björg.... innilega til hamingju með Erluna ykkar í gær... mikið vildi ég að ég hefði getað eytt deginum með ykkur. Ég hringi þegar ég er komin í símasamband
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæ hæ. Ekkert smá mikið að gerast. Flott að strákarnir eru svona fljótir að aðlagast umhvefinu. Jón Ingi..stattu þig að hjóla 10km. Hafsteinn stattu þig í heimanáminu..ekki viltu enda eins og ég!! Kolbrún hafa augun OPIN undir stýri...hehe. Hafið það gott. knús knús.
Guðmundur Þór Jónsson, 10.10.2007 kl. 23:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.