Við erum flutt

Jæja erum flutt í Ranunkelvej 28 og sváfum þar í nótt.  Gámurinn kom í gær og gekk vel að losa hann.... við erum að sjálfsögðu enn að reyna að fóta okkur innandyra með alla kassana en það hlýtur að koma með kalda vatninu.

Við erum internetlaus í bili.... kerfið hér í Danmörku er svo skrýtið að það sem fyrri leigjendur eru í vanskilum með einhvern símareikning þá er ekki hægt að tengja okkur inn í húsið.... en Hlynur ætlar eitthvað að rífast hjá þeim Teliamönnum í dag. 

Læt þetta duga í bili, þar sem ég er í raun bara í heimsókn hjá Bertu núna í Brunch og Kidda kom frá Árósum til að joina okkur

Pís out

Kolbrún

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Til hamingju með að vera loksins flutt í "ykkar eigin" íbúð eða þannig.  Það hefur væntanlega komið Hlyni á óvart að svarti sófinn var ekki með í för heldur nýr hornsófi??  Passaði hann inn hjá ykkur??  Annars er ég að safna fyrir þig í poka ýmsu sem gleymdist um daginn í hamagangnum við að komast út á flugvöll.  T.d. McQueen bolur af Emil og tvennar buxur, einhver nærföt af strákunum og fleira.  Held þessu öllu saman fyrir þig þar til næst.  Hvernig er það ef þið eruð netlaus, virkar þá heldur ekki símanúmerið sem þú gafst mér upp?  Jæja, farin að sinna krökkunum.  Edda er ekkert sátt við að Emil skuli ekki búa hér lengur, hún segir að hann eigi að búa hjá sér .

Helga Jónsdóttir, 9.10.2007 kl. 08:16

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Til hamingju með þetta, nú er bara að púsla saman nýju heimili.

Ingi Geir Hreinsson, 9.10.2007 kl. 10:53

3 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Glæsilegt. Verst að geta ekki droppað með innflutingsgjöf handa ykkur. Gangi ykkur vel að taka upp úr kössunum. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 9.10.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Rebbý

til lukku með nýja heimilið - gangi ykkur vel að koma ykkur fyrir á nýja staðnum og voðalega held ég að þið séuð öll hamingjusöm að vera komin undir eitt þak saman

Rebbý, 10.10.2007 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband