6.10.2007 | 18:59
Fréttir frá Horsens
Jæja, nú er best að ég gefi mér smá tíma í fréttir frá okkur hér í Horsens. Við komum auðvitað hingað á fimmtudagskvöldið og höfum því aðeins fengið tíma til að hvíla okkur eftir annars erfiða daga heíma á Íslandi áður en við fórum. Við reyndar búum núna hjá Bertu og Ragga og verðum hér allavega fram á mánudag en þá er gámurinn okkar væntanlegur til okkar... okkur hlakkar mikið til að fá gáminn og byrja að búa aftur með okkar dóti aftur. Við erum búin að fá húsið okkar afhent og aðeins farin að tína dótið okkar þangað smátt og smátt. Við fórum svo í morgun og keyptum parket og verður það væntanlega lagt á, á morgun..... það er því ekki eftir neinu að bíða að flytja inn á mánudaginn.
Í dag fórum við líka til Þýskalands..... fórum meðal annars í landamærabúðina Fleggaard og birgðum okkur upp af drykkjarföngum. Við nennum nú kannski ekki að keyra neitt svakalega oft til Þýskalands þessvegna var keypt í þónokkru magni.... og verðið er líka gott á drykkjarföngum í þýskalandi....
3 kassar af bjór
3 kassar af Kók
9 kassar af Pepsi Max
12 flöskur rauðvín
1 lítill kassi af djús
sælgæti og Pez
KOSTUÐU OKKUR 790 KR DANSKAR.... EÐA SIRKA 9300 KR.
Fyrir utan landamærabúðina mátti sjá allra þjóða kvikindi og allir voru með mikið af drykkjum að hlaða í bílana sína. Við sáum líka tvo aðila sem byrjuðu að fylla bílana sina og fylltu svo kerrur sem þeir voru með aftan á bílunum..... spurning um að hamstra sko....
En þegar við komum aftur til Horsens fórum við beint í hangikjöt, kartöflur, uppstúf, rauðkál og grænar, flatkökur og baunasalat..... það eina sem vantaði var maltið og appelsínið... það kemur með gámnum;)
Fullt af nýjum myndum í albúmi
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki amalegt þetta Kolla. Enda gott að byrgja sig upp. Til hamingju að þið fenguð parket..LOKSINS! Ég væri alveg til í hangikjöt og tilheyrandi....ég þarf bara að fara til Danmerkur..hehe
. Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 7.10.2007 kl. 00:34
Til lukku með nýtt líf í Danaveldi. bkv. ÁB
Árni Birgisson, 7.10.2007 kl. 11:22
Gott að heyra að þú ert komin á leiðarenda mér finnst eins og það hafi gerst í gær að þú sagðir mér að þú værir að fara til Danmerkur og nú hefur það gerst. Ein spurning getur þú sent mér gáminn til baka með öllu þessu ódýra sem þú keyptir og þá má bæta við rauðvíni ha-ha-ha-ha- Kv. Ella Thor
Elín Thorarensen (IP-tala skráð) 7.10.2007 kl. 21:39
Þú verður bara að koma til mín í rauðvín Ella mín.... alltaf velkominn:)
Kolbrún Jónsdóttir, 8.10.2007 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.