28.9.2007 | 22:07
Laddi og tannlæknasöngurinn
JÁ ÉG ER TANNLÆKIR... einhvernvegin svona hljómar lag sem Laddi söng af mikilli innlifun um árið... minnir allavega að það hafi verið Laddi.... Ég hef verið hjá tannlækni þessa viku, meira að segja tvisvar sinnum og í hvert skipti sem ég tek lyftuna upp á þriðju hæð í Valhallarhúsinu kemur þetta lag upp í hugann á mér. Ef það er eitthvað sem ég hef óbeit á, eru það tannlæknar. Tannlæknirinn minn er samt alveg góður kall sko, það eru tækin hans sem ég hreinlega þoli ekki. Ég veit ekki hvort mér finnst verra, deyfingarsprautan eða titraraborinn, fæ alveg hroll. Og bara í þessari viku er ég búin að þurfa að sitja í tvær klukkustundir í tannlæknastólnum, hver einasta mínúta er alger pína. Og það sem meira er.... ég þarf að fara aftur á mánudaginn.....
Afhverju skyldi maður vera svona hræddur við tannlækna? Ég er voða sátt þegar ég fer í lyftunni niður úr Valhallarhúsinu aftur..... en skrefin inn í lyftuna eru þung.
Er ég eitthvað skrýtin?
Lífið okkar hér í Breiðholtinu í dag hefur einkennst af tuskum og AJAX. Við ætlum að afhenda húsið til nýrra notenda á morgun í hádeginu..... miðað við ástandið hér akkúrat núna er það pínu bjartsýni, en við sjáum hvað setur. Ég veit að ég fæ einhverja hjálp í fyrramálið og þetta hlýtur að hafast. Við fengum góða hjálp í kvöld og er því mikið búið:) Á morgun flytjum við svo búferlum til systur minnar og hennar fjölskyldu í Grafarvoginn góða. Emil minn er farinn að hlakka mikið til að fá að gista hjá Magnúsi frænda.... vona að hann verði ekki mjög vonsvikinn yfir því að við verðum ekki heima hjá þeim 24/7.... það eru svo mörg plön í gangi fyrir þessa síðustu daga hjá okkur.
En ég bíð góða nótt og lofa nýrri færslu á morgun frá nýjum heimkynnum
Kolbrún out
Um bloggið
Kolbrún bloggar
Bloggvinir
-
Jonginn
-
Hafsteinn Hlynsson
-
Berta María Hreinsdóttir
-
Ragnar Hermannsson
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Guðmundur Þór Jónsson
-
Ingi Geir Hreinsson
-
Helga Jónsdóttir
-
Rebbý
-
Ferðablogg
-
Sandra
-
Tómas Ingi Adolfsson
-
Anna Gísladóttir
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Vilborg
-
Guðborg Eyjólfsdóttir
-
Jorge Eduardo Montalvo Morales
-
Magnús Helgi Björgvinsson
-
.
-
Kristbjörg Þórisdóttir
-
Aþena Marey
-
Brynja Sól
-
Árni Birgisson
-
Dofri Örn
-
Mamma
-
Bríet
-
Stefán Ingi Guðjónsson
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Vilhjálmur Óli Valsson
-
Svala Erlendsdóttir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 313049
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er þetta lag ekki úr Litlu Hryllingsbúðinni?? En ef ég sé deyfingasprautu hjá tannlækni þá er ég DEYFÐUR!! Ég hefði getað hjálpað að þrífa...ég tek mig rosalega vel út í bleikum hönskum sko
Þú ert ekkert skrýtin sko.....það eru voðalega margir ekkert hrifnir af tannlæknum!! Hafið það gott.
Guðmundur Þór Jónsson, 29.9.2007 kl. 01:04
Jæja Kolla mín, ég segi bara á opinberum vettvangi að þú ert búin að lyfta Grettistaki í þessum flutningum. ALEIN. Þú ert búin að vera aðalmanneskjan í þessu og átt hrós skilið. ALEIN.
Ingi Geir Hreinsson, 29.9.2007 kl. 09:07
Kolla er "Super woman", ekki má gleyma því að hún var líka í vinnunni. Sumir eru barasta duglegir.
Friggja (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 10:43
Ég þakka hlý orð Ingi Geir minn.... en sem betur fer hef ég haft góða vini og ættingja sem hafa hjálpað mér. Án þeirra hefði þetta ekki verið hægt:)
Kolbrún Jónsdóttir, 29.9.2007 kl. 16:49
Veistu Kolla.....ég skil þig svo vel, ég hef alltaf verið "hrædd" við tannlækna en eftir að ég byrjaði hjá honum Gulla okkar í Valhöll þá hefur kvíðinn bara eiginlega alveg farið. Þó það sé ömurlegt að fara til tannsa og láta pína sig þá held ég að við eigum nú eftir að sakna Gulla ef við þurfum að láta kíkja á gómana hér í DK
Allavegana.....til hamingju með að vera næstum alveg búin að flytja!! Þú ert ofurkona með meiru og held ég að allir sem þekki þig viti það. Það hefði enginn nema þú getað staðið í þessu með fullri vinnu og 3 börnum sem þarf að sinna...og haldið geðheilsunni. Þú ert engri lík....
Berta María Hreinsdóttir, 29.9.2007 kl. 21:41
Ég skil vel tannlækningafóbíuna, þetta er alls ekkert skemmtilegt...
Tómas Ingi Adolfsson, 30.9.2007 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.