Súpukvöld

Það var súpukvöld í kvöld.  Við sem störfum á barnasviði SSR hittumst reglulega á súpukvöldi og skiptumst við á að halda kvöldin heima hjá hvor annarri.  Í kvöld var súpukvöld hjá Snædísi.  Ég átti virkilega skemmtilegt kvöld heima hjá Snædísi í kvöld með öllum konunum á barnasviði SSR, frábær kjúklingasúpa og ekki síðri ostakaka á eftir.... skolað niður með hæfilega miklu magni af rauðvíni...

IMG_1263  IMG_1264

IMG_1265  IMG_1266

 

Stelpurnar á barnasviðinu gáfu mér bók í kveðjugjöf.  Bók sem heitir DJARFAR DÖMUR.... á bakhlið bókarinnar stendur  "Handa þeim óskammfeilnu, daðurgjörnu eða veraldarvönu - öllum þeim sem kunna að meta gamanið, uaðinn og allan bjánaganginn í sambandið við ástarlífið.  Syndsamlega stríðinn og fyndin smábók".

Bara gaman af þessu.....jafnvel þótt ég hafi spurt þær HVAÐA ÁSTARLÍF?  hehe

 

Í dag er akkúrat vika þangað til ég fer til Danmerkur.  Vika sem verður án efa fljót að líða þar sem það eru svo margir skemmtilegir hlutir sem bíða okkar í vikunni.....  segi ykkur betur frá því seinna.

Góða gótt

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gaman hjá ykkur! Ekki slakur félagsskapur.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 27.9.2007 kl. 23:17

2 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Kolla ég sé þig alveg fyrir mér að skola rauðvíninu niður með kjúklingasúpunni...HEHE. En bókin hlýtur að vera skemmtileg trúi ekki öðru sko Hafðu það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 27.9.2007 kl. 23:50

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Æjjj....öfund!!  Hefði SVO viljað vera með ykkur stelpunum , enda alltaf gaman á þessum súpukvöldum.

Við bara verðum að stofna súpuklúbb með Kiddu og fleirum hérna úti til að halda þessu áfram, er það ekki?? Skilaðu kveðju til stelpnanna frá mér

Berta María Hreinsdóttir, 28.9.2007 kl. 07:35

4 identicon

Alltaf gaman á stelpukvöldum, ræðandi um dýra kjóla og uppskriftir, ekki spurning.

Friggja (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 313049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband