Tómarúmið hjá mér

Jæja, nú er gámurinn með búslóðinni minni farinn af stað til Danmerkur og ég sit hér í tómu húsi.  Við fengum lánaðar sængur og tilbehör þannig að við höfum enn sem komið er okkar samastað hér í húsinu okkar.  Síðustu daga hef ég verið að ganga frá ýmsum hlutum sem þarf að ganga frá áður en maður fer úr landi og það eru sko ekki fáir hlutir. 

Ég fór tildæmis í vodafone í dag en ég hef áður skrifað um intrum bréf þeirra hér á blogginu... fyrir þá sem ekki nenna að lesa svona langt aftur í tímann, þá eru þeir að elta mig útaf 800 kr skuld sem er greidd en þeir bara koma þessu dæmi ekki út úr kerfinu hjá sér.  Mikið svakalega mátti ég bíða eftir að fá þjónustu hjá vodafone... inn kom maður á eftir mér sem fékk strax þjónustu og fékk meira að segja tvo starfsmenn sem kynntu sig með nafni fyrir viðskiptavininum..... skildi það vera vegna þess að þessi ákveðni viðskiptavinur heitir Stefán Hilmarsson???  Mér er spurn, það er allavega ekki sama hvort maður heitir Kolbrún eða Stefán.   En allavega fékk ég þjónustu fyrir rest og skuldin var felld niður... spurning hvort það takist hjá þeim í þessari tilraun að koma mér út úr kerfinu hjá sér. 

Annars er Emil litli veikur núna... hann er með sýkingu í kinnholum og ég fór með hann til læknis í dag.   Því miður fyrir mig lenti ég á nýútskrifuðum lækni sem ekki þekkir söguna hans Emils og vildi ekkert fyrir mig gera nema gefa honum spray í nefið.... hef ekki nokkra trú á því að það virki, það hefur ekkert virkað á blessað barnið þegar það er komið með sýkingu nema sýklalyf.... en við skulum sjá til.. það væri svo sem ekki verra ef hægt væri að komast hjá þeim fjanda.

Annars lítið framundan hjá okkur nema bið eftir að komast í flugvélina og hitta okkar elskulega... guð hvað við erum farin að hlakka til.  Við ætlum nú samt að njóta síðustu dagana okkar hér á Íslandinu og nota tímann til að hitta vini og ættingja.  Í gær var okkur til að mynda boðið í dýrindis kjöthleif Mörtu Stewart hjá litlu systur.....

Out

Kolbrún


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

ISSS. Stebbi Hilmars sko, á hann að vera eikkað V.Í.P?? En hvað Emil er óheppinn..sendi bata kveðju til hans. Já, er ekki gott að vera í tómu húsi, er það ekki til að fíla sig í tætlur?? Hvað vodafone varðar þá eru þeir með LÉLEGASTA tölvukerfi sem til er!!! Ég var í 8 mánuði að REYNA troða í hausinn á þeim að ég væri fluttur en fékk ALLTAF reikninginn á gömlu adressuna!! GARG!! Hafið það gott sem eftir er. Kolla er ekki PARTÍ um helgina?? Kemur fullt af fólki inn núna sko

Guðmundur Þór Jónsson, 26.9.2007 kl. 23:36

2 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Ég hugsa nú til þess þegar við vorum búin að tæma íbúðina okkar og sátum á stofugólfinu og borðuðum McDonalds...frekar skrýtinn fílingur 
Allavegana er það erfiðasta búið hjá þér núna, sem betur fer.

Hlakka til að sjá ykkur eftir EINA VIKU!!!

Berta María Hreinsdóttir, 27.9.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 313049

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband