Allt í kössum

Jæja, nú sit ég í húsinu mínu með allt dótið mitt í síðasta sinn.... ef dót skal kalla því að er næstum allt komið niðrí kassa og bíður þess að fara í gáminn.  Þessi helgi hefur verið tekin með trompi hvað varðar pökkun og það er næstum því öll pökku búin.... það er ólíkt erfiðara að flytja á milli landa heldur en að flytja á milli húsa í Reykjavíkinni.  Ég hef engin tök á því að heda dóti bara í bala og keyra það á milli, öllu verður að vera vel pakka og allt vel merkt..... og vinnan í kringum það er óheyrilega mikil.  Sem betur fer á ég góða að og hefur sú hjálp sem mér hefur borist um helgina verið mér ómetanleg.... takk elsku Gunna, Óskar, Særún, tengdó, Ingi Geir, Helga og Þorgeir... ég fékk nú ekki mörg komment á síðustu færsluna mína en ég vona að þýði samt ekki að það komi nær engin á morgun í gámapökkunina.... KL 17 munið þið:)

Þrátt fyrir mikla pökkunar helgi fórum við nú samt fjölskyldan í afmæli í dag.  Særún vinkona mín á tvö börn og hún skipuleggur hlutina þannig að hún þurfi bara að halda eitt afmæli fyrir þau saman... veit ekki hvort þetta hafi eitthvað með frjósemina að gera, en frekar gott fyrirkomulag samt.  Anika verður 6 ára eftir nokkra daga og Anton verður 3ja ára á morgun og var mikið um dýrðir í afmælinu í dag.  Emil minn naut þess að komast í nýtt dót og fullt af kökum og fór engin svangur heim úr afmælinu....

Emil kominn í afmæli hjá Antoni og Aniku

En nú ætla ég að fara að sofa og búa mig undir átök morgundagsins:)

Nokkrar myndir í nýju albúmi

Kolbrún out

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.7.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 313051

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband