Viljið þið meira?

Viljið þið meira af Heklu málum mínum?  Ég er nefnilega rétt að byrja...  Ég náði í bílinn minn nýja í morgun.  Viti menn hann var kominn upp á bílaþing þannig að ég var mikið glöð með að það skuli eitthvað standast í þessum bílaviðskiptum mínum.  Bílasöluvinurinn minn réttir mér lyklana af bílnum en er samt eitthvað að vandræðast í kringum mig.  Loksins gubbar hann því út úr sér að hann finni ekki aukalykil á bílinn og að ekki hafi verið tími til að þrífa bílinn... Ég nennti ekki að pirra mig yfir þessu, enda með loforð frá honum að hann ætli að finna lykilinn og láta mig hafa og ef hann finnur hann ekki myndum við láta smíða annan lykil úti á KOSTNAÐ HEKLU. 

Ég var orðin tímabundin því að ég varð að vera kominn með bílinn út í Samskip fyrir hádegið, þannig að ég bruna af stað og beint niðrí Sjóvá til að ganga frá tryggingum og til að fá græna kortið.  Ekki tók það neina smá stund, enda Hekla ekki búin að ganga frá eigendaskiptum á Skóda Ljóta... komst loksins út úr Sjóvá að verða hálf tólf.  Þá varð ég að taka bensín á bílinn, ég fékk hann mér til mikillar mæðu bensínlausann.  Þannig að ekki var mikill tími til að koma mér út í Samskip. 

Þegar ég loksins komst þangað rétt fyrir tólf, með öll gögn sem áttu að fylgja bílnum opnaði ég hanskahólfið á bílnum til að ná í skráningarskírteinið og hvað haldið þið?  Auðvitað var ekkert skráningarskírteini í bílnum, hanskahólfið var galtómt.  Ég hreinlega bilaðist.  Enda komst bíllinn ekki úr landi án þess að sýna skráningarskírteini.  Ég hringdi í Heklu og hreinlega missti mig... í stuttu máli sagði ég þeim að redda þessu helvítis skráningarskírteini á stundinni og senda það með leigubíl út í Samskip og þeir skildu ekki halda það að ég ætlaði að borga leigubílinn.  Ég hélt á þessum tímapunkti að hlutirnir gætu ekki versnað en...síðan fór ég inn í bílaplan Samskipa og.... ÞAÐ VORU ALLIR FARNIR Í MAT OG HÆTT AÐ TAKA Á MÓTI BÍLUM Í DAG. 

Ég hreinlega reikspólaði inn í afgreiðlsu Samskipa og talaði við þjónustufulltrúa þar.  Hann sagði mér að ekki væri hægt að tryggja það að bíllinn kæmist út til Danmerkur í dag... og spurði mig svo þessarar óþolandi spurningar  "afhverju komstu ekki fyrr".  Ég nennti nú ekki að fara að útskýra fyrir honum raunir morgunsins en án gríns þá hefði ég getað farið að grenja. 

En þá kom bjargvætturinn minn... kona á næsta bás fór að skipta sér af málunum og sagði að hún skildi reyna að redda málunum.  Fór í símann og talaði við einhvern mann sem hún NB truflaði í mat og OLA bíllinn okkar fór út í dag.  Bílasöluvinurinn minn þorði ekki sjálfur að koma með skránigarskírteinið til mín en sendi þess í stað yngsta starfsmann bílaþings Heklu með skírteinið til mín út í Samskip.. ég hefði ekki viljað vera hann, honum leið ekki vel við þessar aðstæður og afsakaði sig í bak og fyrir.

En málinu er lokið, bíllinn á leið til Árósa með tvo poka af Nóa Kroppi í hanskahólfinu... það eina sem Hlynur minn þarf að gera er að leysa bílinn út og þrífa hann.

Kveð í kvöld
Kolbrún out


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Þór Jónsson

Æ elsku Kolla mín. Það er aldeilis mikið á þig lagt!! Þú ert örugglega alltaf kurteis..NO MATTER WHAT!! Kalla þig góða sko. En ánægjulegt að bílinn er farinn og þá getur Hlynur farið að telja niður þegar hann fær nóa-kroppið Verði þér að góðu Hlynur. Hafið það gott.

Guðmundur Þór Jónsson, 19.9.2007 kl. 23:30

2 Smámynd: Helga Jónsdóttir

Fékk maður svo ekki einu sinni að sjá mynd af nýju drossíunni?? Hélt þú klikkaðir ekki á myndavélinni Kolbrún.  En þú verður bara að setja mynd á bloggið þegar þú kemur út.

Helga Jónsdóttir, 20.9.2007 kl. 00:47

3 Smámynd: Berta María Hreinsdóttir

Veistu Kolla......ég hefði örugglega farið að grenja  En þú ert sterkari en ég, algjör hetja að geta staðið í þessu öllu  
Er með þér í anda og vildi óska að ég gæti komið og hjálpað þér....ég hef nefnilega NÓGAN tíma hérna í að gera ekki neitt!!

Þúsund baráttukossar

Berta María Hreinsdóttir, 20.9.2007 kl. 08:22

4 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Þetta sýnir þér nú bara hvernig það er að skipta við Heklu. Borgar sig engan veginn. Toyota RULES

Ingi Geir Hreinsson, 20.9.2007 kl. 11:44

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Æ Kolla mín, mar þarf að bíta á jaxlinn þegar maður stendur í svona veseni og það er heilmikið mál að rífa sig svona upp með rótum og flytja í annað land. En... þú verður alsæl þegar þú verður komin og farin að rúnta á drossíunni og sest svo á svalirnar eða pallinn með einn stóran öl

Kristbjörg Þórisdóttir, 20.9.2007 kl. 18:33

6 Smámynd: Rebbý

hefði aldrei trúað því að þú værir að eiga viðskipti við Heklu, ég er alveg hætt að reyna að eiga við þá enda sá staður sem sýnir minnstu þjónustu bílaumboða á landinu.
Vona að voffinn verði til friðs úti. 
Að lokum, bara 2 nóakropps pokar til Hlyns með bílnum ... hvaða níska var það?

Rebbý, 20.9.2007 kl. 21:53

7 Smámynd: Kolbrún Jónsdóttir

hmmmm er eitthvað vanþakklæti í gangi?

Kolbrún Jónsdóttir, 21.9.2007 kl. 07:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Kolbrún bloggar

Höfundur

Kolbrún Jónsdóttir
Kolbrún Jónsdóttir

Smellið á myndina og þá fáið þið allar upplýsingar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 313052

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband